Innlent

Ísæði á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Upplýsingafulltrúinn Kolbeinn Óttarsson Proppé er sérlegur áhugamaður um ís og hagtölur.
Upplýsingafulltrúinn Kolbeinn Óttarsson Proppé er sérlegur áhugamaður um ís og hagtölur.
Ísæði er ríkjandi á Íslandi og í gærkvöldi var rúmlega klukkustundar bið eftir afgreiðslu í ísbúðinni Valdísi úti á Granda. Þar hafði safnast saman múgur og margmenni. Svipaða sögu er að segja af ástandinu fyrir utan aðrar ísbúðir borgarinnar.

Upplýsingafulltrúi og talsmaður Strætó, Kolbeinn Óttarsson Proppé, er sérlegur áhugamaður um ís sem og um hagtölur og upplýsir á Facebooksíðu sinni að hann hafi lagst í rannsóknir á tölum frá Hagstofu Íslands með þetta tvennt í huga: "Ég hef til að mynda komist að því eitt fyrirtæki hefur verið stofnað í ísgerð á hverju ári síðustu fimm árin, hér á landi á," segir Kolbeinn og spyr: "Er Valdís ísgerðarfyrirtæki ársins 2013?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×