Innlent

Skipulagðri leit hætt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Samtals hafa nítján skip og bátar tekið þátt í leitinni. Þessi skjámynd var tekin klukkan 15.
Samtals hafa nítján skip og bátar tekið þátt í leitinni. Þessi skjámynd var tekin klukkan 15. Mynd/Marine Traffic
Skipulagðri leit að að manni sem féll fyrir borð á skipinu Skinney SF 020 í morgun var hætt klukkan 15:45. Skipið var statt um 30 sjómílur suðvestur frá Reykjanestá.

Öllum nærstöddum skipum var beint á svæðið og var leit hafin um leið.

Leitarskilyrði voru mjög slæm í fyrstu, svartaþoka og því ekki hægt að nota þyrlu til leitar. Skyggni lagaðist þegar leið á morguninn og var þá TF-LÍF send til leitar.

Samtals tóku nítján skip og bátar þátt í leitinni, þar af björgunarskip og minni bátur SVFL frá Grindavík og minni bátur SVFL frá Garði, ásamt þyrlu LHG.

Á vef Marine Traffic er hægt að fylgjast með staðsetningu skipa í kringum Ísland. Á myndinni fyrir ofan sést hvar skipin voru að leita að manninum nú klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×