Innlent

Mansalshringur upprættur

Heimir Már Pétursson skrifar
Tuttugu einstaklingum, bæði körlum og konum frá Dominiska lýðveldinu var bjargað úr klóm glæpaklíkunnar í aðgerðinni. Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint.
Tuttugu einstaklingum, bæði körlum og konum frá Dominiska lýðveldinu var bjargað úr klóm glæpaklíkunnar í aðgerðinni. Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND/AFP
Lögregluyfirvöld í Grikklandi handtóku í gær átján manns vegna mansals og misnotkunar á ólöglegum innflytjendum. Gríska lögreglan naut aðstoðar Europol, bandarískra yfirvalda og spænsku lögreglunnar við að uppræta glæpasamtök sem stóðu að mansalinu.

Tuttugu einstaklingum, bæði körlum og konum frá Dominiska lýðveldinu var bjargað úr klóm glæpaklíkunnar í aðgerðinni. Klíkan flutti fólkið frá Dóniníska lýðveldinu um Tyrkland til Grikklands en loka áfangastaður fólksins var Spánn. Glæpaklíkan tók vegabréfin af fólkinu og ef það gat ekki greitt fyrir smyglið á því alla leið til Spánar var það neytt í vændi eða vinnu án þess að fá greitt fyrir það.

Uppsett verð fyrir smygl á hverjum einstaklingi var á bilinu 800 þúsund krónur til milljón. Lögreglan gerði húsleit á tólf stöðum og gerði upptæka 77 farsíma, fjölda sim-korta, tölvur og harðra diska ásamt fölsuðum skilríkjum og kvittana fyrir millifærslum á fjármunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×