Íslenski boltinn

Keflavík missir tvo leikmenn í ágúst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur.
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur. Mynd/Vilhelm
Sigurbergur Elísson og Magnús Þór Magnússon munu báðir halda til Bandaríkjanna í nám í byrjun næsta mánaðar.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Keflvíkinga sem eru í harðri fallbaráttu í Pepsi-deild karla og sitja sem stendur í botnsæti deildarinnar.

Víkurfréttir greina frá þessu en þeir Sigurbergur og Magnús Þór verða við nám í skóla í Daytona í Flórída ásamt Njarðvíkingnum Viktori Smára Hafsteinssyni.

Þar hitta þeir fyrir annan íslenska knattspyrnukappa, Viktor Guðnason sem hefur spilað með Njarðvík, Víking Ólafsvík og Keflavík.

Þess má svo geta að Fylkismenn, sem eru með jafn mörg stig og Keflavík í deildinni, missa einnig leikmenn út í nám í næsta mánuði. Andri Þór Jónsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Davíð Þór Ábjörnsson eru allir á leið í skóla í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×