Innlent

Umferðarslys í Kinn

Kort af slysstaðnum.
Kort af slysstaðnum.
Þriggja bíla árekstur varð nú rétt fyrir hálf sex í um 63 kílómetra fjarlægð frá Húsavík. Er fjöldinn allur af sjúkrabílum og lögreglubílum á leið á slysstað. Vegi 85, Norðausturvegi, milli Ljósavatns og Húsavíkur við Skjálfandafljót er lokaður vegna slyssins.

Lögreglan í Þingeyjarsýslu gat ekki veitt nánari upplýsingar að svo stöddu en áreksturinn var harður og slösuðust farþegar.

Á meðan vegurinn er lokaður bendir lögregla á veg um Fljótsheiði. Þar er farið um Fosshól við Goðafoss og Aðaldal og Reykjadal til Húsavíkur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×