Innlent

Makríllinn veiðist helst í góðu veðri

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipverji á Hugin VE bregður á leik á miðunum.
Skipverji á Hugin VE bregður á leik á miðunum.
Góð makrílveiði var í gær hjá um það bil tíu skipum, sem nú eru að veiðum um það bil hundrað sjómílur vestur af Garðskaga.

Að sögn skipstjórans á Hugin VE, sem er á miðunum, er makríllinn stærri á þessum slóðum en fyrir austan, auk þess sem engin síld sé í aflanum. Huginn er í sínum fjórða túr og segir skipstjórinn að veiðarnar hefðu mátt ganga betur, en makríllinn veiðist ekki almennilega nema í góðu veðri, og það hafi skort það, suðvestur af landinu, sem af er sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×