Fótbolti

Glentoran biður um stuðning fyrir leikinn gegn KR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna á KR-velli.
Úr fyrri leik liðanna á KR-velli.
Norður-írska knattspyrnuliðið Glentoran leggur allt undir fyrir síðari leik liðsins gegn KR í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld en liðið kallar eftir stuðningi aðdáenda félagsins.

Frítt verður á leikinn fyrir börn undir 11 ára og hefur klúbburinn sett leikinn upp eins og bikarúrslitaleik en það er að duga eða drepast, sigurvegarinn fer áfram í næstu umferð.

Í frétt á vefsíðu félagsins er biðlað til aðdáenda Glentoran að mæta á völlinn og styðja við sitt lið.

„Þetta er enn einn úrslitaleikurinn í sögu félagsins. Úrslitin úr fyrri leiknum gefur okkur von um að fara áfram og nú þurfum við ykkar hjálp. Við þurfum við sama stuðninginn og þegar við komum heim með fyrsta bikar í sögu félagsins, það er allt eða ekkert,“ segir á vefsíðu félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×