Omega 3 fitusýrur sagðar auka líkur á krabbameini Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2013 08:13 Makríllinn er fituríkur fiskur og fæðubótaefni sem innihalda Omega-3 eru algeng. Hópur bandarískra vísindamanna segir að krabbamein í blöðruhálskirtli sé algengara hjá karlmönnum sem neyta matar sem ríkur er af Omega-3 fitusýrum. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu í morgun. Niðurstöður umræddrar rannsóknar eru þær að neyti menn fituríks fisks eða taki inn fæðubótaefni sem inniheldur Omega-3 fitursýrur tvöfaldast hætta á krabbameini. Á þetta einkum við um blöðruhálskirtil. Tölurnar sem nefndar eru í könnuninni eru sláandi. Fram kemur að með inntöku Omega-3 aukist líkurnar á illkynja krabbameini um 71 prósent en góðkynja um 44 prósent. Samtals aukast líkur á blöðruhálskrabbameini við inntöku Omega 3 um 43 prósent. Teymi bandarískra vísindamanna bar saman blóðsýni 834 manna með blöðruhálskrabbamein við sýni úr 1,393 þátttakendum rannsóknarinnar sem eru lausir við sjúkdóminn. Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra fannst í þeim sem voru með krabbamein.Dr. Sigmundur Guðbjarnason hefur ekki haft tök á að kynna sér frumgögn rannsóknarinnar.Dr. Sigmundur Guðjarnason, fyrrverandi Háskólarektor, segir þetta nýja umræðu. Hann hefur ekki haft tök á að kynna sér frumgögn rannsóknarinnar. "Neinei, en ég mun reyna að kynna mér frumgögnin og sjá hvernig þetta er unnið og hvernig þessar ályktanir eru dregnar. Því það koma nú oft í fjölmiðlum svona fullyrðingar sem stundum eru byggðar á misskilningi. Nú, stundum eru náttúrlega áhugaverðar nýjungar en það verður að skoða heimildarnar." Sigmundur stýrði um árabil rannsóknum við raunvísindasvið Háskóla Íslands, einmitt á Omega-3 fitusýrum. "Við höfum rannsakað þetta rækilega á raunvísindastofnun, en það hefur einkum og sér í lagi verið um áhrif Omega fitusýra á hjartað og æðakerfið. Þær rannsóknir hafa skilað mjög jákvæðum niðurstöðum: Þetta hefur mjög gott á hjartað og dregur úr líkum á skyndidauða."Dr. Alan Kristal kynnti niðurstöður rannsóknarinnar.Einn skýrsluhöfunda, Dr. Alan Kristal, sagði í samtali við Sky News að þeir hefðu verið að leita sérstaklega eftir vísbendingum um orsakavalda krabbameins í blóði og komust að því, sér til undrunar, að sammerkt var í sýnum sjúklinga hátt hlutfall Omega-3. Að sögn Dr. Kristal eru þeir sem neyta daglega Omega-3 í mesta áhættuhópnum. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í vefriti the Journal of the National Cancer Institute í gær. Þá er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka nánar Omega-3 sem krabbameinsvaldandi efnis. Næringarfræingurinn Nicoel Berberian var jafnframt í viðtali við Sky News og hún dregur niðurstöður rannsóknarinnar í efa. Segir að ekki sé hægt að fullyrða um orsökina þó fylgni í blóðsýnum sé þessi; ekki hafi verið sýnt fram á að Omega-3 valdi krabbameini. Rannsóknin gefur þannig ekki tilefni til að fara af taugum. Omega-3 hefur verið með vinsælli fæðubótarefnum og hefur verið talið hafa margvísleg áhrif til góðs á heilsu manna: Koma í veg fyrir hjartaáföll, hafi góð áhrif á heila manna og hugsun og hafi jafnvel jákvæð áhrif á hegðunarvanda barna. Árlega greinast 41 þúsund karlmenn á Bretlandseyjum með blöðruhálskrabbamein og 11 þúsundir deyja af völdum sjúkdómsins. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Hópur bandarískra vísindamanna segir að krabbamein í blöðruhálskirtli sé algengara hjá karlmönnum sem neyta matar sem ríkur er af Omega-3 fitusýrum. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu í morgun. Niðurstöður umræddrar rannsóknar eru þær að neyti menn fituríks fisks eða taki inn fæðubótaefni sem inniheldur Omega-3 fitursýrur tvöfaldast hætta á krabbameini. Á þetta einkum við um blöðruhálskirtil. Tölurnar sem nefndar eru í könnuninni eru sláandi. Fram kemur að með inntöku Omega-3 aukist líkurnar á illkynja krabbameini um 71 prósent en góðkynja um 44 prósent. Samtals aukast líkur á blöðruhálskrabbameini við inntöku Omega 3 um 43 prósent. Teymi bandarískra vísindamanna bar saman blóðsýni 834 manna með blöðruhálskrabbamein við sýni úr 1,393 þátttakendum rannsóknarinnar sem eru lausir við sjúkdóminn. Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra fannst í þeim sem voru með krabbamein.Dr. Sigmundur Guðbjarnason hefur ekki haft tök á að kynna sér frumgögn rannsóknarinnar.Dr. Sigmundur Guðjarnason, fyrrverandi Háskólarektor, segir þetta nýja umræðu. Hann hefur ekki haft tök á að kynna sér frumgögn rannsóknarinnar. "Neinei, en ég mun reyna að kynna mér frumgögnin og sjá hvernig þetta er unnið og hvernig þessar ályktanir eru dregnar. Því það koma nú oft í fjölmiðlum svona fullyrðingar sem stundum eru byggðar á misskilningi. Nú, stundum eru náttúrlega áhugaverðar nýjungar en það verður að skoða heimildarnar." Sigmundur stýrði um árabil rannsóknum við raunvísindasvið Háskóla Íslands, einmitt á Omega-3 fitusýrum. "Við höfum rannsakað þetta rækilega á raunvísindastofnun, en það hefur einkum og sér í lagi verið um áhrif Omega fitusýra á hjartað og æðakerfið. Þær rannsóknir hafa skilað mjög jákvæðum niðurstöðum: Þetta hefur mjög gott á hjartað og dregur úr líkum á skyndidauða."Dr. Alan Kristal kynnti niðurstöður rannsóknarinnar.Einn skýrsluhöfunda, Dr. Alan Kristal, sagði í samtali við Sky News að þeir hefðu verið að leita sérstaklega eftir vísbendingum um orsakavalda krabbameins í blóði og komust að því, sér til undrunar, að sammerkt var í sýnum sjúklinga hátt hlutfall Omega-3. Að sögn Dr. Kristal eru þeir sem neyta daglega Omega-3 í mesta áhættuhópnum. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í vefriti the Journal of the National Cancer Institute í gær. Þá er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka nánar Omega-3 sem krabbameinsvaldandi efnis. Næringarfræingurinn Nicoel Berberian var jafnframt í viðtali við Sky News og hún dregur niðurstöður rannsóknarinnar í efa. Segir að ekki sé hægt að fullyrða um orsökina þó fylgni í blóðsýnum sé þessi; ekki hafi verið sýnt fram á að Omega-3 valdi krabbameini. Rannsóknin gefur þannig ekki tilefni til að fara af taugum. Omega-3 hefur verið með vinsælli fæðubótarefnum og hefur verið talið hafa margvísleg áhrif til góðs á heilsu manna: Koma í veg fyrir hjartaáföll, hafi góð áhrif á heila manna og hugsun og hafi jafnvel jákvæð áhrif á hegðunarvanda barna. Árlega greinast 41 þúsund karlmenn á Bretlandseyjum með blöðruhálskrabbamein og 11 þúsundir deyja af völdum sjúkdómsins.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira