Innlent

Ók á staur við Hafnarfjarðarveg

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaður var undir áhrifum þegar hann ók á ljósastaurinn.
Ökumaður var undir áhrifum þegar hann ók á ljósastaurinn.
Lögreglu var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi á móts við Kópavogslæk laust fyrir klukkan eitt í nótt.

Í ljós kom að ökumaður var undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og er auk  þess grunaður um hraðakstur. Hann slapp nær ómeiddur, en veginum var lokað um stund á meðan lögregla og björgunarmenn athöfnuðu sig á staðnum.

Tveir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt  vegna fíkniefnaaksturs, en þeir höfðu ekki lent í óhöppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×