Innlent

Villtar konur í rökkrinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Þórsmörk. Nú þegar farið er að rökkva er hættara við því að göngufólk villist.
Þórsmörk. Nú þegar farið er að rökkva er hættara við því að göngufólk villist.
Töluverður viðbúnaður var í nótt, þegar ljóst varð að tvær íslenskar göngukonur voru villtar einhvers staðar á leiðinni frá Hrafntinnuskeri niður í Þórsmörk, með viðkomu í skálanum við Álftavatn.

Neyðarlínan kallaði út björgunarsveitir til að fara á svæðið úr tveimur áttum og til stóð að óska eftir þyrlu Gæslunnar, þegar þær komu í leitirnar og nutu úr því öruggrar leiðsagnar skálavarðarins við Álftavatn. Ekkert amaði að þeim, en þær höfðu villst út af göngustígnum í rökkrinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×