Fótbolti

Fyrra félag Eiðs Smára byrjar upp á nýtt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári og Elfar Freyr Helgason voru á máli hjá AEK. Þá var Arnar Grétarsson íþróttastjóri félagsins.
Eiður Smári og Elfar Freyr Helgason voru á máli hjá AEK. Þá var Arnar Grétarsson íþróttastjóri félagsins. Nordicphotos/Getty
Dimitris Melissanidis, nýr eigandi knattspyrnufélagsins AEK Aþenu, hefur heitið því að endurbyggja orðspor gríska félagsins sem hefur leik í 3. deild í haust.

AEK féll úr efstu deild á síðustu leiktíð auk þess sem félagið varð gjaldþrota. Félagið er það þriðja stærsta í Grikklandi á eftir Olympiakos Piraeus og Panathinaikos.

„Í dag fögnum við nýju og erfiðu upphafi frá grunni," sagði Melissanidis á fyrsta blaðamannafundinum síðan hann eignaðist félagið. Grikkinn hefur tvívegis áður gegnt forsetastöðu hjá félaginu á árunum 1992-1995.

Hann sagði tvö höfuðmarkmið sín að treysta á gríska leikmenn til þess að ná árangri auk þess að endurbyggja leikvang félagsins sem varð fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum í Aþenu árið 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×