Fágæt hvalategund á Skjálfandaflóa Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2013 13:46 mynd/Marianne Helene Rasmussen Vísindamenn ætla að freista þess í kvöld að ná sýni úr hval á Skjálfandaflóa sem talinn er vera blendingur steypireyðar og langreiðar. Ef það reynist satt yrði um að ræða eitt af innan við tuttugu blendingum af þessu tagi í heiminum. Vísindamenn ætla í kvöld að reyna að ná sýni úr hvalnum úti á Skjálfandaflóa en hann er nú hér öðru sinni því fyrst sást til hans á sömu slóðum árið 2011. Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Hvalarannsóknarstöðvar Háskóla Íslands á Húsavík segir þetta mjög spennandi verkefni. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar muni í kvöld reyna að skjóta litlum skutli með lásaboga í hvalinn til að ná litlu sýni úr honum til greiningar. Marianne segir ekki fara á milli mála að þetta sé sama dýrið og var á Skjálfandaflóa fyrir tveimur árum. "Okkur tókst ekki að ná sýni úr dýrinu þegar það var hér árið 2011 en vonandi tekst það í kvöld," segir Marianne Helene. Það sem bendir til að um blending sé að ræða sé að bakugginn sé eins og á langreið en húðliturinn eins og á steypireyð. Marianne segir þessa blöndu mjög sjaldgæfa. "Ég er ekki viss um hvað mörg eintök eru til af blendingi sem þessum í heiminum, en þau eru örugglega færri en tuttugu," segir hún. Sjaldgæft sé í dýraríkinu að ólíkar tegundir makist og því væri gaman að ná sýni úr dýrinu. Hvalurinn sé nú í hópi þriggja steypireiða og árið 2011 hafi hann einnig verið í fylgd steypireyðar. "Við erum ekki búin að fara í gegnum myndasafnið okkar til að ganga úr skugga um að hvalurinn sé í fylgd sömu steypireiðanna og árið 2011. Við eigum myndir af 105 steypireyðum en engin steypireyð lítur nákvæmlega eins út og önnur og því ættum við að geta komist að því hvort blendingurinn er í fylgd með sömu hvölunum og síðast eða ekki, þegar við erum búin að fara í gegnum myndasafnið," segir Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Hvalarannsóknarstöðvar Háskóla Íslands á Húsavík. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Vísindamenn ætla að freista þess í kvöld að ná sýni úr hval á Skjálfandaflóa sem talinn er vera blendingur steypireyðar og langreiðar. Ef það reynist satt yrði um að ræða eitt af innan við tuttugu blendingum af þessu tagi í heiminum. Vísindamenn ætla í kvöld að reyna að ná sýni úr hvalnum úti á Skjálfandaflóa en hann er nú hér öðru sinni því fyrst sást til hans á sömu slóðum árið 2011. Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Hvalarannsóknarstöðvar Háskóla Íslands á Húsavík segir þetta mjög spennandi verkefni. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar muni í kvöld reyna að skjóta litlum skutli með lásaboga í hvalinn til að ná litlu sýni úr honum til greiningar. Marianne segir ekki fara á milli mála að þetta sé sama dýrið og var á Skjálfandaflóa fyrir tveimur árum. "Okkur tókst ekki að ná sýni úr dýrinu þegar það var hér árið 2011 en vonandi tekst það í kvöld," segir Marianne Helene. Það sem bendir til að um blending sé að ræða sé að bakugginn sé eins og á langreið en húðliturinn eins og á steypireyð. Marianne segir þessa blöndu mjög sjaldgæfa. "Ég er ekki viss um hvað mörg eintök eru til af blendingi sem þessum í heiminum, en þau eru örugglega færri en tuttugu," segir hún. Sjaldgæft sé í dýraríkinu að ólíkar tegundir makist og því væri gaman að ná sýni úr dýrinu. Hvalurinn sé nú í hópi þriggja steypireiða og árið 2011 hafi hann einnig verið í fylgd steypireyðar. "Við erum ekki búin að fara í gegnum myndasafnið okkar til að ganga úr skugga um að hvalurinn sé í fylgd sömu steypireiðanna og árið 2011. Við eigum myndir af 105 steypireyðum en engin steypireyð lítur nákvæmlega eins út og önnur og því ættum við að geta komist að því hvort blendingurinn er í fylgd með sömu hvölunum og síðast eða ekki, þegar við erum búin að fara í gegnum myndasafnið," segir Marianne Helene Rasmussen forstöðumaður Hvalarannsóknarstöðvar Háskóla Íslands á Húsavík.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira