Fækkun ríkisstarfsmanna til skoðunar hjá hagræðingarhópi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2013 18:30 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira