Uppbygging vegna olíuleitar gæti hafist fljótlega Karen Kjartansdóttir skrifar 11. júlí 2013 19:14 Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands." Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs fundaði í fyrradag með forsætisráðherra Íslands um uppbyggingu olíuiðnaðar hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann kemur til Íslands til að ræða olíumál og segir forsætisráðherra ekki spurningu hvort heldur hvenær olía finnist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega fjallað um olíu og gas í íslenskri lögsögu. Þar er meðal annars kveðið á um að stofna eigi sérstakt ríkisolíufélag, undirbúningur þess hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur núverandi ríkisstjórn haldið þeirri vinnu stíft áfram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir Norðmenn mjög áhugasama um málið. Hann fundaði með Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, í fyrradag og ræddi áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Þegar hafa þjóðrinar gert með sér formlegt samkomulag um olíuleit á Drekasvæðinu og íslenska hluta Jan Mayen svæðisins. „Það sýnir að þeir hafa trú á að þeir telja að þarna sé að finna gas og olíu í vinnanlegu magni. Þeir hafa reyndar gert mat á því hversu líklegt það er og það leiddi í ljós að á því eru verulegar líkur," segir Sigmundur Davíð. Sigmundur fundaði einnig með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, fyrir skömmu og fræddist um þá uppbyggingu sem þar hefur verið ráðist í vegna möguleikans á því að finna olíu. „Það er áhugavert að bera þetta saman við Færeyjar, þeir hafa borað átta stórar tilraunaholur, ekki enn fundið góða lind en leitin og umsvifin í kringum borunina hafa haft veruleg áhrif á efnahagslíf Færeyja og eiga stóran þátt í þeim hagvexti sem þar hefur náðst að undanförnu. Það sama ætti að eiga við um Ísland. Þegar þessi vinna fer af stað fyrir alvöru og þjónustan í tengslum við hana frá Íslandi bæði á Norður- og Austurlandi," segir Sigmundur Davíð. Gert er ráð fyrir að stofna ríkisolífélaga áður en langt um líður, sú vinna sé langt á veg komin. Uppbygging á austurlandi sé því fyrirsjáanleg. Hann vilji helst ekki tala um hvort olía finnist heldur hvernær. „Það er mikilvægt að hafa í hug að jafnvel þótt allt færi á versta veg og við fyndum ekki olíu eða gas þá er hægt að þjónusta slíka starfsemi við Grænland eða Færeyjar, jafnvel í norskri landhelgi frá Íslandi. Þannig það ríður á að nota tækifærið núna til að byggja upp þekkinguna og getuna hér innanlands."
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira