Hafa áhyggjur af því að grafið verði niður á jarðneskar leifar Jóhannes Stefánsson skrifar 12. júlí 2013 15:54 Torfi Hjartarson lagðist gegn deiliskipulaginu í skipulagsráði, meðal annars vegna þess að hann hefur áhyggjur af því að beinagrindur verði grafnar upp í Víkurgarði. Deiliskipulag á Landsímareitnum var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag þar sem bygging hótels á reitnum var meðal annars samþykkt. Torfi Hjartarson, fulltrúi Vinstri Grænna í skipulagsráði lagðist gegn deiliskipulaginu, meðal annars vegna áhyggja um að grafið yrði niður á mannabein og jarðneskar leifar frá 19. öld. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta hafi legið fyrir og tillit verði tekið til þessa. „Það kemur sérstaklega fram í svörum umhverfis- og skipulagssviðs að það verður farið að lögum um fornminjar og það er alveg ljóst að það verður að fara fram uppgröftur og fornleifarannsóknir áður en nokkð verður gert. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því og það verður auðvitað farið í öllu að lögum um það. Þannig að ef að menn koma niður á annað hvort bein eða einhverjar fornminjar þá gilda bara um það mjög ströng lög í landinu sem að þessu verkefni verður gert að fara eftir eins og öðrum." Mögulegt er að bein séu í þarna í jörð vegna þess að Fógetagarðurinn náði á 19. öld lengra en hann gerir í dag. „Það sem er kallaður Fógetagarðurinn núna eða Víkurkirkjugarður gamli þar sem Skúli fógeti stendur var kirkjugarðurinn og þar stóð kirkjan. Sumir telja að hann hafi náð þar sem núna er bílstæði fyrir framan Landssímahúsið. Það er ekki alveg vitað. Hins vegar stóðu þar hús fyrr á öldum þannig að það er líklegt að það sé búið að krukka eitthvað í því. En þetta verður bara allt saman grafið upp og skoðað," segir GísliNasa verður endurbyggt Gísli segir athugasemdir sem hafi borist vegna skipulagsins hafa komið að miklu gagni og bætt það. „Ég held að athugasemdir þeirra sem létu sig máli varða hafi haft góð áhrif á skipulagið. Það eru bara mjög margir virkir borgarar sem hafa látið sig þetta varða og skrifað greinar og bent á ýmsar hliðar málsins sem ég held að hafi gagnast í þessari skipulagsvinnu. Svo er þetta lokaniðurstaðan eftir alþjóðlega hönnunarsamkeppni. Ég held að það sé búið að taka tillit til helstu sjónarmiðanna sem menn voru að nefna, menn vildu ekki missa NASA salinn og það er búið að ákveða að endurbyggja hann.Í bloggi Gísla Marteins er mynd sem sýnir skuggavarp vegna breytinganna.Þá verði gömul hús á svæðinu ekki fyrir raski, né muni skuggavarp hafa neikvæð áhrif. „Menn vildu ekki missa gömlu húsin og þau verða algjörlega látin í friði. Menn vildu ekki skugga inn á Austurvöll og það er tryggt að skuggavarp aukist ekki." Gísli segir þá sem hafi barist gegn ýmsum breytingum ekki gert það til einskis. „Þannig að þetta ferli hefur verið til einhvers. Það er ekki eins og menn hafi barist til einskis heldur held ég að það sé búið að taka tillit til allra þessara sjónarmiða og líka auðvitað sjónarmiða þeirra sem eiga þarna hús og vilja fá að byggja. Sjónarmið allra hafa því heyrst mjög vel en það er skylda okkar sem stjórnmálamanna að taka ákvörðun út frá okkar sannfæringu og það er einfaldlega sannfæring mín að þetta verði til góða fyrir miðborgina," segir Gísli að lokum. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Deiliskipulag á Landsímareitnum var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag þar sem bygging hótels á reitnum var meðal annars samþykkt. Torfi Hjartarson, fulltrúi Vinstri Grænna í skipulagsráði lagðist gegn deiliskipulaginu, meðal annars vegna áhyggja um að grafið yrði niður á mannabein og jarðneskar leifar frá 19. öld. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta hafi legið fyrir og tillit verði tekið til þessa. „Það kemur sérstaklega fram í svörum umhverfis- og skipulagssviðs að það verður farið að lögum um fornminjar og það er alveg ljóst að það verður að fara fram uppgröftur og fornleifarannsóknir áður en nokkð verður gert. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því og það verður auðvitað farið í öllu að lögum um það. Þannig að ef að menn koma niður á annað hvort bein eða einhverjar fornminjar þá gilda bara um það mjög ströng lög í landinu sem að þessu verkefni verður gert að fara eftir eins og öðrum." Mögulegt er að bein séu í þarna í jörð vegna þess að Fógetagarðurinn náði á 19. öld lengra en hann gerir í dag. „Það sem er kallaður Fógetagarðurinn núna eða Víkurkirkjugarður gamli þar sem Skúli fógeti stendur var kirkjugarðurinn og þar stóð kirkjan. Sumir telja að hann hafi náð þar sem núna er bílstæði fyrir framan Landssímahúsið. Það er ekki alveg vitað. Hins vegar stóðu þar hús fyrr á öldum þannig að það er líklegt að það sé búið að krukka eitthvað í því. En þetta verður bara allt saman grafið upp og skoðað," segir GísliNasa verður endurbyggt Gísli segir athugasemdir sem hafi borist vegna skipulagsins hafa komið að miklu gagni og bætt það. „Ég held að athugasemdir þeirra sem létu sig máli varða hafi haft góð áhrif á skipulagið. Það eru bara mjög margir virkir borgarar sem hafa látið sig þetta varða og skrifað greinar og bent á ýmsar hliðar málsins sem ég held að hafi gagnast í þessari skipulagsvinnu. Svo er þetta lokaniðurstaðan eftir alþjóðlega hönnunarsamkeppni. Ég held að það sé búið að taka tillit til helstu sjónarmiðanna sem menn voru að nefna, menn vildu ekki missa NASA salinn og það er búið að ákveða að endurbyggja hann.Í bloggi Gísla Marteins er mynd sem sýnir skuggavarp vegna breytinganna.Þá verði gömul hús á svæðinu ekki fyrir raski, né muni skuggavarp hafa neikvæð áhrif. „Menn vildu ekki missa gömlu húsin og þau verða algjörlega látin í friði. Menn vildu ekki skugga inn á Austurvöll og það er tryggt að skuggavarp aukist ekki." Gísli segir þá sem hafi barist gegn ýmsum breytingum ekki gert það til einskis. „Þannig að þetta ferli hefur verið til einhvers. Það er ekki eins og menn hafi barist til einskis heldur held ég að það sé búið að taka tillit til allra þessara sjónarmiða og líka auðvitað sjónarmiða þeirra sem eiga þarna hús og vilja fá að byggja. Sjónarmið allra hafa því heyrst mjög vel en það er skylda okkar sem stjórnmálamanna að taka ákvörðun út frá okkar sannfæringu og það er einfaldlega sannfæring mín að þetta verði til góða fyrir miðborgina," segir Gísli að lokum.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira