Innlent

Bíll valt og hafnaði í Skjálfandafljóti

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti.
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti.
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Bárðardal austan við Skjálfandabrú í kvöld. Bílinn valt út af veginum, sem er malarvegur, og hafnaði í Skjálfandafljóti. Í bílnum voru karl og kona á þrítugsaldri.

Mikil mildi þykir að ekki fór verr, en lögreglan á Húsavík sagði í samtali við Vísi að fólkið hefði komist hjálparlaust út úr bílnum og upp á land. Þau eru ómeidd en voru flutt með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Búið er að draga bílinn upp úr ánni.

Bílinn gjöreyðilagðist og að sögn lögreglukonu á staðnum er málið kraftaverki líkast „Mikil mildi er ekki nógu sterk lýsing, það er bara algjört kraftaverk að ekki fór verr.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×