Rakel: Búin að spila allar stöður á vellinum, meira að segja í marki Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar 14. júlí 2013 14:00 Rakel Hönnudóttir. Mynd/ÓskarÓ Rakel Hönnudóttir var í byrjunarliði íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Noregi og spilaði allar 90 mínúturnar í sögulegum leik. Rakel er ein af leikmönnum liðsins sem spilar heima á Íslandi en hún er hjá Breiðabliki. „Við erum sáttar með stigið sem við fengum á móti Noregi þó við hefðum auðvitað vilja taka þrjú stig. Það er mikil stemmning í hópnum og mjög gaman hjá okkur. Við erum bara ánægðar," segir Rakel Hönnudóttir. Hún var ánægð með byrjunarliðssætið í fyrsta leik. „Það var mjög mikil viðurkenning en ég hef ekkert rosalega mikið fengið að byrja á þessu ári," segir Rakel sem var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. „Ég missti af tveimur leikjum með Breiðabliki eftir að hafa fengið spark í ökklann en það var svo sem ekki alvarlegt," segir Rakel en var hún ekki hrædd um að lenda í því sama og Katrín Ásbjörnsdóttir sem var valin í 23 manna hópinn en missti af EM vegna meiðsla. „Ég hafði kannski smá áhyggjur um tíma en svo þegar leið á þá vissi ég strax að þetta væri eitthvað smá," sagði Rakel. Nú bíður erfiður leikur á móti Þýskalandi. „Þær eru fimmfaldir Evrópumeistarar og þetta verður mjög erfiður leikur. Þær eru sennilega mjög ósáttar með eina stigið sem þær fengu á móti Hollandi. Þær koma örugglega brjálæðar inn í leikinn," segir Rakel sem er þó hvergi smeyk. „Við höfum náð fínum úrslitum á móti Þýskalandi. Við höfum spilað við þær tvisvar á síðustu fjórum árum og tapað í bæði skiptin 0-1. Við fengum færi í þessum leikjum og við erum bara bjartsýnar," segir Rakel en verður hún áfram í byrjunarliðinu? „Ég reyni að gera mitt besta á æfingum og í leikjum. Ég vona að ég haldi sætinu í byrjunarliðinu en þetta er mjög sterkur hópur þannig að maður veit aldrei," segir Rakel. Rakel er einn allra fjölhæfasti leikmaður íslenska liðsins. „Ég er búin að spila mjög margar stöður með landsliðinu. Ég var að taka það saman um daginn að ég væri búin að spila allar stöður á vellinum annaðhvort í efstu deild eða með landsliðinu. Meira að segja markið. Það var fyrir mörgum árum þegar markvörðurinn okkar fékk rautt spjald og við vorum ekki með neinn varamarkmann. Ég skellti mér því í markið. Ég er því klár í hvað sem er," segir Rakel að lokum. Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira
Rakel Hönnudóttir var í byrjunarliði íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Noregi og spilaði allar 90 mínúturnar í sögulegum leik. Rakel er ein af leikmönnum liðsins sem spilar heima á Íslandi en hún er hjá Breiðabliki. „Við erum sáttar með stigið sem við fengum á móti Noregi þó við hefðum auðvitað vilja taka þrjú stig. Það er mikil stemmning í hópnum og mjög gaman hjá okkur. Við erum bara ánægðar," segir Rakel Hönnudóttir. Hún var ánægð með byrjunarliðssætið í fyrsta leik. „Það var mjög mikil viðurkenning en ég hef ekkert rosalega mikið fengið að byrja á þessu ári," segir Rakel sem var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. „Ég missti af tveimur leikjum með Breiðabliki eftir að hafa fengið spark í ökklann en það var svo sem ekki alvarlegt," segir Rakel en var hún ekki hrædd um að lenda í því sama og Katrín Ásbjörnsdóttir sem var valin í 23 manna hópinn en missti af EM vegna meiðsla. „Ég hafði kannski smá áhyggjur um tíma en svo þegar leið á þá vissi ég strax að þetta væri eitthvað smá," sagði Rakel. Nú bíður erfiður leikur á móti Þýskalandi. „Þær eru fimmfaldir Evrópumeistarar og þetta verður mjög erfiður leikur. Þær eru sennilega mjög ósáttar með eina stigið sem þær fengu á móti Hollandi. Þær koma örugglega brjálæðar inn í leikinn," segir Rakel sem er þó hvergi smeyk. „Við höfum náð fínum úrslitum á móti Þýskalandi. Við höfum spilað við þær tvisvar á síðustu fjórum árum og tapað í bæði skiptin 0-1. Við fengum færi í þessum leikjum og við erum bara bjartsýnar," segir Rakel en verður hún áfram í byrjunarliðinu? „Ég reyni að gera mitt besta á æfingum og í leikjum. Ég vona að ég haldi sætinu í byrjunarliðinu en þetta er mjög sterkur hópur þannig að maður veit aldrei," segir Rakel. Rakel er einn allra fjölhæfasti leikmaður íslenska liðsins. „Ég er búin að spila mjög margar stöður með landsliðinu. Ég var að taka það saman um daginn að ég væri búin að spila allar stöður á vellinum annaðhvort í efstu deild eða með landsliðinu. Meira að segja markið. Það var fyrir mörgum árum þegar markvörðurinn okkar fékk rautt spjald og við vorum ekki með neinn varamarkmann. Ég skellti mér því í markið. Ég er því klár í hvað sem er," segir Rakel að lokum.
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira