Fótbolti

Arnór Smárason kom við sögu í sigri Helsingborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / heimasíða helsingborg
Helsingborg vann fínan sigur, 3-0, á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu  en Arnór Smárason gekk í raðir félagsins á dögunum.

Hann var á varamannabekk liðsins í kvöld. Leikmaðurinn var áður hjá danska félaginu Esbjerg áður en hann flutti sig yfir til Svíþjóðar.

David Accam gerði fyrsta mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins en Christoffer Andersson bætti við tveimur mörkum fyrir heimamenn í þeim síðari.

Arnór Smárason lék síðasta korterið í leiknum og lagði upp þriðja mark heimamanna sem Andersson gerði rétt eftir að Íslendingurinn hafði komið inn á.

Helsinborg er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi á eftir Malmö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×