Fótbolti

Real Madrid verðmætasta félag heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manchester United er ekki lengur verðmætasta íþróttafélag heims samkvæmt úttekt bandaríska tímaritsins Forbes.

Þrjú efstu liðin á listanum eru öll evrópsk knattspyrnufélög. Real Madrid er nú efst en félagið er sagt vera 3,3 milljarða dollara virði eða rúmlega 400 milljarða króna.

United er svo í öðru sæti en félagið er metið á 385 milljarða. Barcelona (316 millarða virði) er svo í þriðja sæti.

Real Madrid og Barcelona eiga það sameiginlegt að bæði lið eru í eigu stuðningsmanna félaganna. United er hins vegar í eigu Glazer-fjölskyldunnar sem á einnig NFL-liðið Tampa Bay Buccaneers sem er í 28. sæti listans. Glazer-fjölskyldan er eini eigandinn sem á tvö lið á lista Forbes yfir 50 verðmætustu íþróttafélög heims.

Bandarísk NFL- og hafnarboltafélög skipa næstu sex sæti á listanum en Arsenal er svo í tíunda sæti.

Þess má geta að af 50 verðmætustu félögum heims eru 30 lið í NFL-deildinni. Hafnaboltalið eru sjö talsins og fótboltafélög sömuleiðis. NBA-körfuboltadeildin á þrjú lið á listanum og tvö lið úr Formúlunni komast á lista, sem og eitt úr NHL-íshokkídeildinni.

10 verðmætustu íþróttafélög heims:

1. Real Madrid 401 milljarður

2. Manchester United 385 m.

3. Barcelona 316 m.

4. New York Yankees 280 m.

5. Dallas Cowboys 255 m.

6. New England Patriots 199 m.

7. LA Dodgers 196 m.

8. Washington Redskins 195 m.

9. New York Giants 179 m.

10. Arsenal 161 m.

Önnur fótboltafélög á listanum:

12. Bayern München 159 m.

37. AC Milan 115 m.

40. Chelsea 110 m.

NBA:

23. New York Knicks 134 m.

31. LA Lakers 122 m.

47. Chicago Bulls 97 m.

Formúla 1:

21. Ferrari 140 m.

47. McLaren 97 m.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×