Íslenski boltinn

"Myndum ekki líta við tilboðum í Jóa Kalla"

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
FH-ingar sendu Skagamönnum fyrirspurn vegna Jóhannesar Karls Guðjónssonar með það fyrir augum að fá hann í Hafnarfjörðinn.

Jóhannes Karl er fyrirliði ÍA og lykilmaður í þeirri baráttu sem er fram undan. ÍA er með fjögur stig að loknum ellefu leikjum og er í neðsta sæti Pepsi-deildar karla ásamt Fylki.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri ÍA, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að fyrirspurn hefði komið frá FH-ingum.

„Hann á meira en ár eftir af sínum samningi. Við munum ekki láta frá okkur neina leikmenn og myndum ekki einu sinni líta við tilboðum í Jóa Kalla,“ sagði Þórður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×