Fótbolti

Eriksen hafnaði Leverkusen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eriksen í leik með Ajax.
Eriksen í leik með Ajax. Nordic Photos / Getty Images
Daninn Christian Eriksen átti kost á því að ganga til liðs við þýska liðið Bayer Leverkusen en hafnaði því, samkvæmt þýskum fjölmiðlum.

Eriksen var sterklega orðaður við Dortmund fyrr í sumar en ekkert varð af því að hann færi þangað. Eriksen leikur með Ajax í Hollandi þar sem hann er samherji Kolbeins Sigþórssonar.

„Það er ekki mikill munur á Ajax og Bayer hvað stöðu félaganna í íþróttaheiminum varðar,“ sagði umboðsmaður Eriksen í samtali við þýska fjölmiðla. „Hann hefði því ekki verið að taka skref upp á við.“

Eriksen hefur einnig verið orðaður við Liverpool í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×