Íslenski boltinn

Lennon til Úlfanna?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 eru viðræður í gangi milli Fram og norska úrvalsdeildarfélagsins Sandnes Ulf  um kaup á sóknarmanninum Steven Lennon.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en leikmaðurinn hefur verið á mála hjá Fram síðastliðin þrjú tímabil.

Steinþór Freyr Þorsteinsson er á mála hjá norska félaginu og hefur staðið sig virkilega vel en félagið komst upp í úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil.

Hér að ofan má sjá frétta Stöðvar 2 frá því í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×