Innlent

Fékk óvænt 92,233,720,368,547,80 dollara

Kristján Hjálmarsson skrifar
Chris Reynolds var til skamms tíma ríkasti maður heims vegna mistaka.
Chris Reynolds var til skamms tíma ríkasti maður heims vegna mistaka.
Chris Reynolds, úr Delaware í Bandaríkjunum, varð til skamms tíma ríkasti maður heims þegar 92 þúsund trilljónir dollara voru lagðir fyrir mistök inn á PayPal-reikninginn hans. Upphæðina eiga sennilega flestir erfitt með að skilja enda er hún sautján tölustafir og hljómar, til að vera nákvæmur, upp á 92,233,720,368,547,80 dollara.

"Það hvarflað að mér í smá stund að ég væri milljarðamæringur. Þetta kom dálítið á óvart," sagði Reynolds. Hann hafði átt PayPal-reikninginn sinn í tíu á þegar upphæðin var lögð inn á hann en notaði hann aðallega til að kaupa bílaparta á eBay. Hann hafði mest notað um 100 dollara í einu.

Reynolds, sem rekur almannatengslaskrifstofu, segist hafa nýtt peningana í að borga niður skuldir.

"Ég er ábyrgur maður. Fyrst af öllu myndi ég borga niður skuldir ríkissjóðs," sagði Reynolds.

Talskona PayPal sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra viðskiptavina en sagði að málið yrði skoðað innan fyrirtækisins.

Samskiptum Reynolds við PayPal var þó ekki alveg lokið því á föstudaginn fékk hann aðra tilkynningu frá fyrirtækinu.

"Þeir sögðu að ég þyrfti að endurnýja kreditkortið mitt sem er tengt við reikninginn," sagði Reynolds. "Jafnvel þó ég hafi átt 90 þúsund trilljónir dollara treysta þeir mér ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×