Íslenski boltinn

Hewson gerði Lennon grikk á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Lennon í leik með Fram.
Steven Lennon í leik með Fram. Mynd/Daníel
Samuel Hewson sagði félagaskipti Steven Lennon til ÍA hafa komið á óvart en hann óskaði honum alls hins besta á nýjum stað.

Þetta skrifaði hann á Twitter-síðu sína en þeir eru nú liðsfélagar hjá Fram. Það er ekkert hæft í því að Lennon sé á leið upp á Akranes en Skotinn öflugi hefur verið sterklega orðaður við norska liðið Sandnes Ulf síðustu daga.

„Your killing me mate!! Had 3 phone calls already since u tweeted that lol,“ skrifaði Lennon í svari til Hewson. Hann sagðist þegar hafa fengið þrjú símtöl vegna skrifanna, hugsanlega frá áhugasömum fjölmiðlamönnum. Lennon tók þó vel í grikk félaga síns.

„Ég bið að heilsa Todda,“ skrifaði Hewson þá en Þorvaldur Örlygsson, Toddi, er nú þjálfari ÍA eftir að hafa starfað hjá Fram í mörg ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×