Íslenski boltinn

Steven Lennon gæti orðið leikmaður Sandnes Ulf um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Lennon á leiðinni frá Fram.
Steven Lennon á leiðinni frá Fram.
Framarinn Steven Lennon mun að öllum líkindum ganga í raðir norska knattspyrnuliðsins Sandnes Ulf öðru hvoru megin við helgina ef marka má viðtal sem norski vefmiðilinn Rogalands Avis tók við leikmanninn.

„Ég hef hafið viðræður við félagið um kaup og kjör og gæti orðið leikmaður liðsins um helgina,“ sagði Lennon.

Tom Rune Espedal ,yfirmaður knattspyrnumála hjá Sandnes Ulf, segir að viðræðurnar gangi vel og séu á lokastigi.

„Ég hef verið í viðræðum við Fram  en við höfum lengi vel fylgst með Lennon. Hann er frábær leikmaður, sterkur og mjög fljótur.

Samningur Steven Lennon við Fram rennur út eftir tímabilið.

„Leikmaðurinn verður ekki dýr fyrir okkur þar sem samningur hans við Framara er að renna út, því verða þetta frábær kaup fyrir félagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×