Íslenski boltinn

Þorkell Máni ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Keflvíkinga en þetta staðfesti Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við vefsíðuna 433.is.

Þorkell Máni mun vera Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara liðsins, innan handar en hann tók við liðinu um mitt sumar þegar Zoran Daníel Ljubicic var rekinn sem þjálfari liðsins.

Þorkell Máni skrifaði undir samning við félagið út leiktíðina en hann hefur töluverða reynslu sem knattspyrnuþjálfari en hann stýrði kvennaliði Stjörnunnar um tíma.

Keflavík mætir FH í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og þá verður Máni væntanlega mættur á hliðarlínuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×