Íslenski boltinn

Valsmenn fá Sigurð Egil til baka úr láni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður sést hér til hægri í leik gegn Valsmönnum.
Sigurður sést hér til hægri í leik gegn Valsmönnum. Mynd / Anton
Valsmenn hafa ákveðið að kalla til baka Sigurð Egil Lárusson úr láni frá Víkingum og mun hann því ekki leika fleiri leiki í 1. deildinni í sumar.

Sigurður Egill er uppalinn í Víkingi en gekk í raðir Vals fyrr í vetur. Þar fékk hann fá tækifæri og var því lánaður aftur til Víkings.

Leikmaðurinn hefur verið frábær fyrir Fossvogspilta í sumar og kemur ekki á óvart að Magnús Gylfason, þjálfari Vals, hafi viljað fá hann til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×