Íslenski boltinn

Annar erlendur leikmaður til Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Daniel Racchi, enskur miðvallarleikmaður, er genginn til liðs við Val. Hann hefur spilað með Kilmarnock í Skotlandi síðustu tvö ár.

Fram kemur á félagaskiptavef KSÍ að Racchi fái leikheimild með Val á morgun og því verður hann klár í slaginn þegar að Valur mætir Fylki í Pepsi-deild karla um helgina.

Í morgun var greint frá því að Ian Hogg væri genginn til liðs við Val en hann er nýsjálenskur miðvallarleikmaður.

Racchi er 25 ára gamall og hóf feril sinn hjá Huddersfield. Síðan þá hefur hann spilað með Bury, Wrexham, York City og nú síðast Kilmarnock þar sem hann skoraði þrjú mörk í 35 leikjum.

Sigurður Egill Lárusson er einnig nýkominn aftur í Val eftir að hafa verið í láni hjá Víkingi á fyrri hluta tímabilsins. Þá er Björgólfur Takefusa farinn frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×