Innlent

TF-LÍF sótti slasaðan sjómann

Heimir Már Pétursson skrifar
TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í íslenskt skip sem statt var um 90 sjómílur austur af landinu í morgun.

Vegna fjarlægðar frá landi voru tvær þyrlur senda í útkallið og beið TF-GNÁ í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum meðan TF-LÍF sótti sjómanninn.

Komið var með manninn til Egilsstaða skömmu fyrir klukkan tvö þaðan sem hann var svo fluttur með sjúkraflugvél undir læknishendur í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×