Ástþór vill Snowden til Íslands án tafar Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 13:23 Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Mynd/365 „Ef við grípum ekki í taumana og sýnum ekki að við styðjum full mannréttindi, þá getum við bara lokað sjoppunni," segir Ástþór Magnússon ljósmyndari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hann safnar nú undirskriftum frá Íslendingum til að freista þess að veita bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt. Í morgun opnaði hann heimasíðuna Austurvöllur.is þar sem Íslendingar geta skrifað undir og skorað á Alþingi að veita Snowden ferðaskilríki sem gera honum kleift að ferðast til Reykjavíkur án tafar. Áskorunin verður svo send á Alþingi. „Eins og staðan er orðin í þessu máli þá held ég að Íslendingar eigi að berja í borðið og segja: Við styðjum opið þjóðfélag og mannréttindi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að veita þessum manni hæli," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert mál fyrir Alþingi Íslendinga að senda þessi skilaboð til umheimsins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum elsta þjóðþing í heimi. Við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í forystu mannréttinda og friði. Grundvöllurinn fyrir friði er lýðræðislegt og opið samfélag," segir Ástþór í samtali við fréttastofu eftir hádegi. Í nótt var flugvél bólivíska forsetans neydd til að lenda í Austurríki vegna gruns um að Snowden væri um borð. Portúgölsk og frönsk yfirvöld meinuðu vélinni að fara um lofhelgi sína. Ástþór segir að með þessu hafi málið tekið nýja stefnu og sýni í raun hversu umsvifamikið það er. „Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Þegar evrópuþjóðir, eins og Frakkar, eru farnir að neita flugvélum að fara yfir lofthelgi og leita í forsetavélum að einverjum manni, þá er farið að ganga miklu lengra en eðlilegt er." Ástþór er nú staddur á Spáni þar sem hann vinnur að opnun ljósmyndasýningar nú í júlí. Hann hefur verið að taka myndir undanfarin misseri enda lærður ljósmyndari, eins og Vísir fjallaði um í nóvember síðastliðnum.Hér má sjá ljósmynd sem Ástþór tók í Jökulsárlóni sem verður á ljósmyndasýningu hans sem opnar í Marbella á Spáni síðar í þessum mánuðiMynd/Ástþór Magnússon Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ef við grípum ekki í taumana og sýnum ekki að við styðjum full mannréttindi, þá getum við bara lokað sjoppunni," segir Ástþór Magnússon ljósmyndari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hann safnar nú undirskriftum frá Íslendingum til að freista þess að veita bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt. Í morgun opnaði hann heimasíðuna Austurvöllur.is þar sem Íslendingar geta skrifað undir og skorað á Alþingi að veita Snowden ferðaskilríki sem gera honum kleift að ferðast til Reykjavíkur án tafar. Áskorunin verður svo send á Alþingi. „Eins og staðan er orðin í þessu máli þá held ég að Íslendingar eigi að berja í borðið og segja: Við styðjum opið þjóðfélag og mannréttindi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að veita þessum manni hæli," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert mál fyrir Alþingi Íslendinga að senda þessi skilaboð til umheimsins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum elsta þjóðþing í heimi. Við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í forystu mannréttinda og friði. Grundvöllurinn fyrir friði er lýðræðislegt og opið samfélag," segir Ástþór í samtali við fréttastofu eftir hádegi. Í nótt var flugvél bólivíska forsetans neydd til að lenda í Austurríki vegna gruns um að Snowden væri um borð. Portúgölsk og frönsk yfirvöld meinuðu vélinni að fara um lofhelgi sína. Ástþór segir að með þessu hafi málið tekið nýja stefnu og sýni í raun hversu umsvifamikið það er. „Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Þegar evrópuþjóðir, eins og Frakkar, eru farnir að neita flugvélum að fara yfir lofthelgi og leita í forsetavélum að einverjum manni, þá er farið að ganga miklu lengra en eðlilegt er." Ástþór er nú staddur á Spáni þar sem hann vinnur að opnun ljósmyndasýningar nú í júlí. Hann hefur verið að taka myndir undanfarin misseri enda lærður ljósmyndari, eins og Vísir fjallaði um í nóvember síðastliðnum.Hér má sjá ljósmynd sem Ástþór tók í Jökulsárlóni sem verður á ljósmyndasýningu hans sem opnar í Marbella á Spáni síðar í þessum mánuðiMynd/Ástþór Magnússon
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira