Ástþór vill Snowden til Íslands án tafar Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 13:23 Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Mynd/365 „Ef við grípum ekki í taumana og sýnum ekki að við styðjum full mannréttindi, þá getum við bara lokað sjoppunni," segir Ástþór Magnússon ljósmyndari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hann safnar nú undirskriftum frá Íslendingum til að freista þess að veita bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt. Í morgun opnaði hann heimasíðuna Austurvöllur.is þar sem Íslendingar geta skrifað undir og skorað á Alþingi að veita Snowden ferðaskilríki sem gera honum kleift að ferðast til Reykjavíkur án tafar. Áskorunin verður svo send á Alþingi. „Eins og staðan er orðin í þessu máli þá held ég að Íslendingar eigi að berja í borðið og segja: Við styðjum opið þjóðfélag og mannréttindi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að veita þessum manni hæli," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert mál fyrir Alþingi Íslendinga að senda þessi skilaboð til umheimsins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum elsta þjóðþing í heimi. Við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í forystu mannréttinda og friði. Grundvöllurinn fyrir friði er lýðræðislegt og opið samfélag," segir Ástþór í samtali við fréttastofu eftir hádegi. Í nótt var flugvél bólivíska forsetans neydd til að lenda í Austurríki vegna gruns um að Snowden væri um borð. Portúgölsk og frönsk yfirvöld meinuðu vélinni að fara um lofhelgi sína. Ástþór segir að með þessu hafi málið tekið nýja stefnu og sýni í raun hversu umsvifamikið það er. „Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Þegar evrópuþjóðir, eins og Frakkar, eru farnir að neita flugvélum að fara yfir lofthelgi og leita í forsetavélum að einverjum manni, þá er farið að ganga miklu lengra en eðlilegt er." Ástþór er nú staddur á Spáni þar sem hann vinnur að opnun ljósmyndasýningar nú í júlí. Hann hefur verið að taka myndir undanfarin misseri enda lærður ljósmyndari, eins og Vísir fjallaði um í nóvember síðastliðnum.Hér má sjá ljósmynd sem Ástþór tók í Jökulsárlóni sem verður á ljósmyndasýningu hans sem opnar í Marbella á Spáni síðar í þessum mánuðiMynd/Ástþór Magnússon Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ef við grípum ekki í taumana og sýnum ekki að við styðjum full mannréttindi, þá getum við bara lokað sjoppunni," segir Ástþór Magnússon ljósmyndari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hann safnar nú undirskriftum frá Íslendingum til að freista þess að veita bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden íslenskan ríkisborgararétt. Í morgun opnaði hann heimasíðuna Austurvöllur.is þar sem Íslendingar geta skrifað undir og skorað á Alþingi að veita Snowden ferðaskilríki sem gera honum kleift að ferðast til Reykjavíkur án tafar. Áskorunin verður svo send á Alþingi. „Eins og staðan er orðin í þessu máli þá held ég að Íslendingar eigi að berja í borðið og segja: Við styðjum opið þjóðfélag og mannréttindi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að veita þessum manni hæli," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Það er ekkert mál fyrir Alþingi Íslendinga að senda þessi skilaboð til umheimsins, sérstaklega í ljósi þess að við eigum elsta þjóðþing í heimi. Við eigum að ganga fram fyrir skjöldu í forystu mannréttinda og friði. Grundvöllurinn fyrir friði er lýðræðislegt og opið samfélag," segir Ástþór í samtali við fréttastofu eftir hádegi. Í nótt var flugvél bólivíska forsetans neydd til að lenda í Austurríki vegna gruns um að Snowden væri um borð. Portúgölsk og frönsk yfirvöld meinuðu vélinni að fara um lofhelgi sína. Ástþór segir að með þessu hafi málið tekið nýja stefnu og sýni í raun hversu umsvifamikið það er. „Það sem Snowden gerði var að afhjúpa grundvallar skipanina í lýðræðislegum þjóðfélögum - hann afhjúpaði lögbrot stjórnvalda í Bandaríkjunum og víðar. Þegar evrópuþjóðir, eins og Frakkar, eru farnir að neita flugvélum að fara yfir lofthelgi og leita í forsetavélum að einverjum manni, þá er farið að ganga miklu lengra en eðlilegt er." Ástþór er nú staddur á Spáni þar sem hann vinnur að opnun ljósmyndasýningar nú í júlí. Hann hefur verið að taka myndir undanfarin misseri enda lærður ljósmyndari, eins og Vísir fjallaði um í nóvember síðastliðnum.Hér má sjá ljósmynd sem Ástþór tók í Jökulsárlóni sem verður á ljósmyndasýningu hans sem opnar í Marbella á Spáni síðar í þessum mánuðiMynd/Ástþór Magnússon
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira