Umdeildir samningar gerðir í krafti pólitískra tengsla Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júlí 2013 19:15 Rannsóknarnefnd Íbúðalánasjóðs gagnrýnir harðlega umdeilda samninga sjóðsins við dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga og tengd félög. Framsóknarmaðurinn Þórólfur Gíslason, sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga, sótti fast að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs í krafti pólitískra tengsla sinna. Rannsóknarnefnd Alþingis furðar sig á samningi sem Íbúðalánasjóður gerði við dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. Um er að ræða Fjárvaka ehf., nýstofnað fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, í ágúst 1999. Um var að ræða útboð á innheimtu og viðskiptahugbúnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fjárvaki gat ekki staðið við samninga og var honum rift 2002. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að Fjárvaki fékk sinn hlut greiddan eins og hann hefði verið efndur. Útboðið sjálft vegna þessarar innheimtu þótti meira en lítið umdeilt. Búnaðarbankinn hafði sóst eftir því að fá innheimtu fyrir sjóðinn og því vakti furðu þegar lítill sparisjóður úti á landi fengi innheimtu fyrir Íbúðalánasjóð ríkisins. Uppgjörið fór fram af reikningi Íbúðalánasjóðs hjá Sparisjóði Hólahrepps, en Kristján Hjelm, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Hólahrepps lýsti því fyrir nefndinni að honum hafi verið hótað brottrekstri ef hann millifærði ekki fé Íbúðalánasjóðs hjá sparisjóðnum til að gera upp við Fjárvaka. Þá er gagnrýnt í skýrslunni að Íbúðalánasjóður hafði 300 milljóna króna geymslureikning hjá sparisjóði Hólahrepps fyrir sérstakan öryggissjóð, en í skýrslutökum könnuðust hvorki stjórnarformaður né starfsmenn Íbúðalánasjóðs við þennan sjóð, en það var Kaupfélag Skagfirðinga sem hafði bæði töglin og hagldirnar í sparisjóði Hólahrepps. Þessi háa fjárhæð var gríðarlega há í ljósi umfangs efnahagsreiknings hins litla sparisjóðs.Nátengdur Framsóknarflokknum Þórólfur Gíslason sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga er einn af valdamestu einstaklingunum í íslensku viðskiptalífi. Hann er nátengdur Framsóknarflokknum og hefur verið um árabil. Þórólfur sat í stjórn eignarhaldsfélagsins Giftar, en mál tengt félaginu er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Þórólfur lét sér ekki duga að sitja í stjórn Giftar þegar félagið var í rekstri heldur tók hann einnig sæti í slitastjórn félagsins við slit þess. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er vakin sérstök athygli á því að þeir sem komu við sögu bæði hjá Íbúðalánasjóði og umdeildum samningum við Kaupfélag Skagfirðinga tengdust Framsóknarflokknum sterkum böndum. Þar segir orðrétt að Þórólfur Gíslason var og sé áhrifamaður innan Framsóknarflokksins og Guðmundur Bjarnason, sem var framkvæmdastjóri sjóðsins var varaformaður Framsóknar áður en hann hætti þingmennsku og hóf störf hjá Íbúðalánasjóði. Þá kemur fram í skýrslunni að Þórólfur hafi sóst fast eftir því að verða stjórnarformaður sjóðsins 2006 án árangurs. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Þórólfi í dag. Þá sendum við honum þessi SMS-skilaboð (sjá myndskeið) þar sem við óskum eftir viðtali því skýrsla Íbúðalánasjóðs hrópi á viðbrögð frá honum. Ekkert svar fékkst.Almenningur á réttmæta kröfu Velta má fyrir sér í ljósi þeirra alvarlegu upplýsinga og ásakana sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð hvort almenningur eigi ekki réttmæta kröfu á að fá allar upplýsingar upp á borðið um hugsanleg tengsl Þórólfs Gíslasonar við Framsóknarflokkinn og núverandi forystu hans. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að sterk bönd séu milli Þórólfs og Gunnars Braga Sveinssonar, núverandi utanríkisráðherra. M.a í þessari fréttaskýringu Inga Freys Vilhjálmssonar í DV. Ingi Freyr segir að hvorki Gunnar Bragi né Þórólfur hafi gert athugasemd við fréttina.Sveitungi ráðherransGunnar Bragi Sveinsson sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 niðri á Alþingi í dag að hann þekkti Þórólf gegnum sveitarfélagið Skagafjörð en á milli þeirra væru engin tengsl umfram það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hyggst tjá sig um efni rannsóknarskýrslunnar þegar hann hefur fengið tækifæri til að kynna sér hana betur. Því hefur verið haldið fram að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Þórólfur var að tjaldabaki hjá Íbúðalánasjóði. Þá hefur verið bent á mikla endurnýjun í þingliði Framsóknar. Tengsl Kaupfélags Skagfirðinga og Framsóknarflokksins voru hins vegar í brennidepli nýlega vegna breytinga á sérstökum veiðigjöldum útgerðarfyrirtækja, en frumvarp þess efnis er til umfjöllunar á Alþingi. Athygli vakti þegar í ljós kom að lækkun sérstaka veiðigjaldsins myndi reynast sérstaklega hagstæð fyrir Fisk Seafood í Skagafirði. Félagið greiddi 688 milljónir í sérstakt veiðigjald en mun greiða 393 milljónir eftir breytingarnar. Þetta er lækkun upp á 43 prósent. Fisk Seafood er alfarið (100%) í eigu Kaupfélags Skagfirðinga samkvæmt fyrirtækjaskrá.Stýrir skagfirska hagkerfinu Í samtali við fréttastofu fyrir rúmum hálfum mánuði fullyrti Þórólfur Gíslason að tengsl sín við Gunnar Braga Sveinsson væru lítil sem engin. Þá reyndi hann jafnframt að gera lítið úr stöðu sinni sem áhrifamanns innan Framsóknarflokksins. Þess skal getið að gott orð fer af atvinnuuppbyggingu sem Þórólfur hefur staðið fyrir í Skagafirði og nýtur hann virðingar margra enda skapa fyrirtækin sem hann stýrir atvinnu fyrir fjölda fólks. Einn fyrrverandi ráðherra orðaði það þannig í samtali við fréttastofu að Þórólfur „stýrði vel með öruggri hendi öllu skagfirska hagkerfinu,“ slík væru áhrif hans í Skagafirði. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Rannsóknarnefnd Íbúðalánasjóðs gagnrýnir harðlega umdeilda samninga sjóðsins við dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga og tengd félög. Framsóknarmaðurinn Þórólfur Gíslason, sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga, sótti fast að verða stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs í krafti pólitískra tengsla sinna. Rannsóknarnefnd Alþingis furðar sig á samningi sem Íbúðalánasjóður gerði við dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. Um er að ræða Fjárvaka ehf., nýstofnað fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, í ágúst 1999. Um var að ræða útboð á innheimtu og viðskiptahugbúnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fjárvaki gat ekki staðið við samninga og var honum rift 2002. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er að Fjárvaki fékk sinn hlut greiddan eins og hann hefði verið efndur. Útboðið sjálft vegna þessarar innheimtu þótti meira en lítið umdeilt. Búnaðarbankinn hafði sóst eftir því að fá innheimtu fyrir sjóðinn og því vakti furðu þegar lítill sparisjóður úti á landi fengi innheimtu fyrir Íbúðalánasjóð ríkisins. Uppgjörið fór fram af reikningi Íbúðalánasjóðs hjá Sparisjóði Hólahrepps, en Kristján Hjelm, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Hólahrepps lýsti því fyrir nefndinni að honum hafi verið hótað brottrekstri ef hann millifærði ekki fé Íbúðalánasjóðs hjá sparisjóðnum til að gera upp við Fjárvaka. Þá er gagnrýnt í skýrslunni að Íbúðalánasjóður hafði 300 milljóna króna geymslureikning hjá sparisjóði Hólahrepps fyrir sérstakan öryggissjóð, en í skýrslutökum könnuðust hvorki stjórnarformaður né starfsmenn Íbúðalánasjóðs við þennan sjóð, en það var Kaupfélag Skagfirðinga sem hafði bæði töglin og hagldirnar í sparisjóði Hólahrepps. Þessi háa fjárhæð var gríðarlega há í ljósi umfangs efnahagsreiknings hins litla sparisjóðs.Nátengdur Framsóknarflokknum Þórólfur Gíslason sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga er einn af valdamestu einstaklingunum í íslensku viðskiptalífi. Hann er nátengdur Framsóknarflokknum og hefur verið um árabil. Þórólfur sat í stjórn eignarhaldsfélagsins Giftar, en mál tengt félaginu er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Þórólfur lét sér ekki duga að sitja í stjórn Giftar þegar félagið var í rekstri heldur tók hann einnig sæti í slitastjórn félagsins við slit þess. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er vakin sérstök athygli á því að þeir sem komu við sögu bæði hjá Íbúðalánasjóði og umdeildum samningum við Kaupfélag Skagfirðinga tengdust Framsóknarflokknum sterkum böndum. Þar segir orðrétt að Þórólfur Gíslason var og sé áhrifamaður innan Framsóknarflokksins og Guðmundur Bjarnason, sem var framkvæmdastjóri sjóðsins var varaformaður Framsóknar áður en hann hætti þingmennsku og hóf störf hjá Íbúðalánasjóði. Þá kemur fram í skýrslunni að Þórólfur hafi sóst fast eftir því að verða stjórnarformaður sjóðsins 2006 án árangurs. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Þórólfi í dag. Þá sendum við honum þessi SMS-skilaboð (sjá myndskeið) þar sem við óskum eftir viðtali því skýrsla Íbúðalánasjóðs hrópi á viðbrögð frá honum. Ekkert svar fékkst.Almenningur á réttmæta kröfu Velta má fyrir sér í ljósi þeirra alvarlegu upplýsinga og ásakana sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð hvort almenningur eigi ekki réttmæta kröfu á að fá allar upplýsingar upp á borðið um hugsanleg tengsl Þórólfs Gíslasonar við Framsóknarflokkinn og núverandi forystu hans. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að sterk bönd séu milli Þórólfs og Gunnars Braga Sveinssonar, núverandi utanríkisráðherra. M.a í þessari fréttaskýringu Inga Freys Vilhjálmssonar í DV. Ingi Freyr segir að hvorki Gunnar Bragi né Þórólfur hafi gert athugasemd við fréttina.Sveitungi ráðherransGunnar Bragi Sveinsson sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 niðri á Alþingi í dag að hann þekkti Þórólf gegnum sveitarfélagið Skagafjörð en á milli þeirra væru engin tengsl umfram það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hyggst tjá sig um efni rannsóknarskýrslunnar þegar hann hefur fengið tækifæri til að kynna sér hana betur. Því hefur verið haldið fram að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Þórólfur var að tjaldabaki hjá Íbúðalánasjóði. Þá hefur verið bent á mikla endurnýjun í þingliði Framsóknar. Tengsl Kaupfélags Skagfirðinga og Framsóknarflokksins voru hins vegar í brennidepli nýlega vegna breytinga á sérstökum veiðigjöldum útgerðarfyrirtækja, en frumvarp þess efnis er til umfjöllunar á Alþingi. Athygli vakti þegar í ljós kom að lækkun sérstaka veiðigjaldsins myndi reynast sérstaklega hagstæð fyrir Fisk Seafood í Skagafirði. Félagið greiddi 688 milljónir í sérstakt veiðigjald en mun greiða 393 milljónir eftir breytingarnar. Þetta er lækkun upp á 43 prósent. Fisk Seafood er alfarið (100%) í eigu Kaupfélags Skagfirðinga samkvæmt fyrirtækjaskrá.Stýrir skagfirska hagkerfinu Í samtali við fréttastofu fyrir rúmum hálfum mánuði fullyrti Þórólfur Gíslason að tengsl sín við Gunnar Braga Sveinsson væru lítil sem engin. Þá reyndi hann jafnframt að gera lítið úr stöðu sinni sem áhrifamanns innan Framsóknarflokksins. Þess skal getið að gott orð fer af atvinnuuppbyggingu sem Þórólfur hefur staðið fyrir í Skagafirði og nýtur hann virðingar margra enda skapa fyrirtækin sem hann stýrir atvinnu fyrir fjölda fólks. Einn fyrrverandi ráðherra orðaði það þannig í samtali við fréttastofu að Þórólfur „stýrði vel með öruggri hendi öllu skagfirska hagkerfinu,“ slík væru áhrif hans í Skagafirði.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira