Fótbolti

Eiður Smári gerði tvö fyrir Club Brügge

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári í leik með Club Brügge
Eiður Smári í leik með Club Brügge Mynd / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen kom heldur betur við sögu hjá liði sínu Club Brügge í dag en hann gerði tvö marka liðsins í 4-0 sigri á Roeselare í æfingaleik en liðið undirbýr sig nú fyrir komandi átök í belgísku úrvalsdeildinni.

Eiður kom Brügge á bragðir með fyrsta marki leiksins eftir rétt rúmlega fimm mínútna leik en síðara mark Eið kom í upphafi síðari hálfleiks.

Það er því spurning hvort Íslendingurinn sé óðum að finna sitt gamla form en framherjinn var mikið til að vinna sig úr meiðslum á síðasta tímabili, það er kannski nóg eftir á tankinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×