Fótbolti

PSG leggur fram tilboð í Cavani

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Cavani hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Napoli.
Cavani hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Napoli.
Yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG í Frakklandi hefur staðfest það að félagið hafi lagt fram tilboð í úrúgvæann Edinson Cavani sem leikur með Napoli á Ítalíu.

Cavani var frábær á síðasta tímabili en hann var markahæstur í ítölsku deildinni er lið hans Napoli hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Leikmaðurinn er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims í dag en lið eins og Real Madrid, Chelsea og Manchester City hafa verið á höttunum eftir honum en verðmiðinn á leikmanninum hefur þótt of hár. Svo virðist því vera að Parísarborg sé líklegasti áfangastaður Cavani.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×