Innlent

Umferðin farin að þyngjast

Boði Logason skrifar
Fólk er hvatt til að keyra varlega og hafa beltin spennt.
Fólk er hvatt til að keyra varlega og hafa beltin spennt.
Umferð til borgarinnar er farin að þyngjast eftir þessa stærstu ferðahelgi ársins. Þó er minni umferð á þjóðveginum og á sama tíma í fyrra, en slæmt veður um helgina spilar eflaust þar inn í.

Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, segir að umferðin hafi gengið mjög vel það sem af er degi.

„Það hefur ekki verið tilkynnt um nein óhöpp til mín síðan ég byrjaði á vaktinni klukkan sjö í morgun,“ segir hann.

Hann býst við að umferðin fari þó að þyngjast þegar líður á daginn.

„Fólk verður að sýna þolinmæði þegar umferðin fer að þyngjast til borgarinnar. Alls ekki vera að taka séns á einhverjum óþarfa framúrakstri, til þess að komast á sama tíma og bíllinn fyrir aftan sig til borgarinnar, eða hvert sem leiðin liggur,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×