Innlent

Eldur við Aflagranda

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldur kviknaði í íbúð á 7. hæð í fjölbýlishúsi við Aflagranda í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Allt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang enda eru fjölmargir íbúar í húsinu. Eigandi íbúðarinnar náði að forða sér út og er nú verið að kanna hvort hann hafi fengið aðkenningu að reykeitrun.

Eldurinn kviknaði í eldhúsi íbúðarinnar og gekk slökkvistarf vel.

Íbúðin fylltist af reyk og einhver reykur barst einnig fram í sameignina.

Slökkviliðið er nú að reykræsta íbúðina og stigagang fjölbýlishússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×