Innlent

Lögreglan kölluð til af ótta við laumufarþega

Við Korngarð í dag.
Við Korngarð í dag. Mynd / Pjetur
Gríðarleg öryggisgæsla var við Sundabakka í morgun eftir að tvö skemmtiferðaskip lögðust þar að bryggju. Ástæðan var sú að það sást til flóttamanns sem hefur áður reynt að lauma sér um borð í skip á svæðinu.

Öryggisfulltrúi á svæðinu sagði í samtali við fréttastofu að það hefði sést til mannsins en ekki var vitað hvar hann var staddur. Var þá þegar kallað á lögreglu sem kom á vettvang til þess að leita mannsins. Tveir lögreglubílar voru á svæðinu.

Lögreglan var á svæðinu að leita að hugsanlegum laumufarþega.
Það er ekki að ástæðulausu að miklar varúðarráðstafanir eru gerðar sé uppi grunur um að laumufarþegi ætli sér um borð. Að sögn öryggisfulltrúa Eimskips geta fyrirtæki búist við tugmilljón króna sektum komi í ljós að laumufarþegi hafi tekist að lauma sér um borð. Þá mun höfnin einnig fara á sérstakan svartan lista með tilheyrandi kostnaði fyrir þau skip sem leggjast að höfninni í framtíðinni.

Yfir tíu þúsund manns koma til landsins með fimm skemmtiferðaskipum í dag. Aldrei áður hafa jafn margir komið til landsins með skemmtiferðaskipum á einum sólarhring. Farþegarnir fóru flestir út á land í dag, það má Því búast við miklu álagi á helstu ferðamannastaði landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×