Innlent

"Sorglegt að forsetinn standi ekki með þjóð sinni"

Kristján Hjálmarsson skrifar
"Sorlegt að forsetinn skuli ekki standa með þjóð sinni," segir einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni.
"Sorlegt að forsetinn skuli ekki standa með þjóð sinni," segir einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni.
„Mér finnst afskaplega sorglegt að forsetinn skuli ekki standa með þjóð sinni í þessu máli,“ segir Ísak Jónsson sem, ásamt Agnari Kristján Þorsteinssyni, stóð að undirskriftasöfnun þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti var hvattur til að neita lögum um breytingar á veiðileyfagjaldi staðfestingar.

Rúmlega 35 þúsund undirskriftir söfnuðust en Ólafur Ragnar upplýsti á blaðamannafundi á fimmta tímanum að hann hygðist staðfesta lögin.

Ísak segir að ákvörðun Ólafs Ragnars forseta um að staðfesta lögin ekki hafa komið sér á óvart.

„Við reyndum að fá okkar fram í þessu máli og það reyndu tugþúsundir annarra. En nú er þetta bara komið í þennan farveg og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ísak.

Ísak segir að ein af röksemdarfærslunum sem forsetinn hafi upplýst á fundi sem þeir Agnar Kristján áttu með honum hafi verið sú að undirskriftarsöfnunin hafi ekki verið nógu sýnilegt mótvægi miðað við til dæmis fjölmiðlalögin. „Ég myndi þá bara segja að við Íslendingar þurfum að láta betur í okkur heyra þegar við erum óánægð. Ég held að það sé hollur lærdómur fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×