Fótbolti

Isco kostar minnst fimm og hálfan milljarð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Spánverjinn Isco var útnefndur besti leikmaður EM U-21 liða sem lauk nýverið en hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester City.

Isco er á mála hjá Malaga en samkvæmt samningi hans er félaginu skylt að samþykkja öll tilboð upp á 35 milljónir evra, um 5,6 milljarð króna.

Talið er líklegt að Isco fari frá Malaga í sumar en Real Madrid er einnig sagt áhugasamt um kappann. Sjálfur segist hann enn eiga eftir að ákveða framtíð sína.

Manuel Pellegrini var áður stjóri Malaga en er nú tekinn við City, sem er talið styrkja stöðu félagsins verulega í kapphlaupinu um leikmanninn unga.

„Hann er frábær leikmaður og við munum ekki taka hvaða tilboði sem er. Hann er mikils virði,“ sagði Moayad Shatat, varaforseti Malaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×