Fótbolti

Beckham gerði allt vitlaust í Kína | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Minnst sjö eru slasaðir eftir að stór hópur manna kom saman í Kína til að sjá knattspyrnugoðið David Beckham.

Beckham var staddur við háskóla í Kína þar sem ætlunin var að hitta knattspyrnulið skólans. Um þúsund manns komu saman en múgurinn var æstur í að hitta Beckham.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var troðningurinn heilmikill en minnst þrír lögreglumenn, tveir öryggisverðir og tveir nemendur eru slasaðir eftir atvikið.

Ekkert varð úr að Beckham hitti leikmenn knattspyrnuliðsins vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×