Fótbolti

Torres með fernu í ótrúlegum sigri Spánverja

Torres fagnar einu marka sinna í kvöld. Hann klúðraði líka víti í leiknum.
Torres fagnar einu marka sinna í kvöld. Hann klúðraði líka víti í leiknum.
Smáríkið Tahíti mætti Evrópuþjóð í knattspyrnu í fyrsta skiptið í kvöld. Tahíti-menn réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því andstæðingurinn var heims- og Evrópumeistarar Spánverja.

Eðlilega var búist við mjög ójöfnum leik og það varð raunin enda vann Spánn leikinn, 10-0. Fernando Torres kom Spánverjum á bragðið eftir rétt rúmar fjórar mínútur og eftir það var ekki snúið til baka.

Þegar blásið var til leikhlés var staðan 4-0 en þegar leik lauk höfðu Spánverjar skorað heil tíu mörk. Það er met í Álfukeppninni.

Fernando Torres skoraði fjögur mörk fyrir Spánverja í leiknum sem er met hjá honum. David Villa skoraði þrennu og David Silva tvö. Juan Mata komst einnig á blað.

Spánverjar komust með sigrinum í undanúrslit Álfukeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×