Fótbolti

Forlan tryggði Úrúgvæ sigur

Forlan fagnar í kvöld.
Forlan fagnar í kvöld.
Úrúgvæ er komið með annan fótinn í undanúrslit Álfubikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Nígeríu í kvöld.

Það var Diego Lugano sem kom Úrúgvæ yfir á 19. mínútu en John Obi Mikel jafnaði metin fyrir hlé.

Það voru aðeins rúmar fimm mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Edison Cavani lagði upp mark fyrir Diego Forlan sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Úrúgvæ þarf að leggja Tahíti í lokaumferð riðlakeppninnar til þess að komast í undanúrslit. Það ætti að reynast frekar auðvelt en Tahíti tapaði 10-0 fyrir Spáni fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×