Fótbolti

Pirlo missir af leiknum gegn Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Pirlo er meiddur og missir því af leik Ítalíu gegn Brasilíu í Álfukeppninni á morgun.

Bæði lið eru komin áfram en þetta er lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. Pirlo meiddist á ökkla í 4-3 sigri Ítala á Japan fyrr í þessari viku.

Meiðslin eru þó ekki alvarleg og er vonast til að hann verði klár í slaginn fyrir leik Ítalíu í undanúrslitum keppninnar.

Daniele De Rossi verður einnig frá en hann er kominn með tvær áminningar og verður því í banni. Cesare Prandelli, þjálfari Ítalíu, þarf því að stokka upp á miðjunni og gæti sett Alberto Aquilani, Antonio Candreva og Alessio Cerci inn í liðið.

Brasilíu dugir jafntefli í leiknum til að tryggja sér efsta sæti riðilsins vegna betra markahlutfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×