Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 1-0 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 23. júní 2013 00:01 ÍBV og Fram áttust við í dag, en leikurinn var í 8. umferð Pepsi-deildar karla. ÍBV var fyrir leikinn einu stigi fyrir ofan Fram sem að var í 7. sætinu með 11 stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en Eyjamenn spiluðu með golu í bakið til að byrja með, það virtist ekki henta þeim vel því að flestar lokasendingar enduðu út fyrir endalínu. Eyjamenn tóku við sér í seinni hálfleiknum og fóru að halda boltanum betur sem skilaði sér loksins á 83. mínútu þegar glæsilegt spil Eyjamanna endaði á því að Ian Jeffs sendi boltann á Gunnar Má Guðmundsson sem var réttur maður á réttum stað og kom boltanum yfir línuna. Vörn hvítklæddra Eyjamanna var vægast sagt frábær og spiluðu Eiður Aron og Arnór Eyvar þar manna best en nánast ómögulegt var fyrir Steven Lennon og Hólmbert Aron að búa sér til eitthvað í framlínunni. Sigurinn þýðir það að Eyjamenn eru komnir upp fyrir Breiðablik í fimmta sæti deildarinnar og eru aðeins 4 stigum frá toppnum en þeir taka á móti Stjörnumönnum sem eru í öðru sæti deildarinnar í næsta leik. Framarar sitja sem fastast í sjöunda sætinu með 11 stig og fá Blika í heimsókn í næstu umferð. Hermann Hreiðarsson: Karakterinn í strákunum er frábær„Við vorum sterkari aðilinn og áttum dauðafæri eftir innan við mínútu en náðum ekki einu sinni skoti á markið. Það voru nokkur svoleiðis atriði sem við náðum ekki að nýta,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn Fram í dag. Eyjamenn náðu að innbyrða sigur undir lokin eftir frekar bragðdaufan leik. Eyjamenn náðu sínum öðrum 1-0 heimasigri á tímabilinu og hafði Hemmi þetta um leikinn að segja: „Við spiluðum virkilega agaðan varnarleik og lokuðum á stórhættulega sóknarmenn þeirra.“ „Það vantaði gæði í lokasendingar, en annars er margt sem að ég get tekið jákvætt úr þessum leik og þá aðallega karakterinn í strákunum sem er frábær,“ sagði Hemmi en eins og áður segir þá kláruðu Eyjamenn leikinn á lokasprettinum og innbyrðu 1-0 sigur. Ríkharður Daðason: Þetta var erfitt„Þetta var erfitt, það var mikið rok þegar leikurinn byrjaði á meðan að við vorum á móti vindinum, mér fannst við enda fyrri hálfleikinn ágætlega og gáfum ekki mörg færi á okkur og komust nokkrum sinnum í ágætar sóknir en þá vantaði herslumuninn til þess að fá betra færi,“ sagði Ríkharður Daðason nokkuð hress í leikslok þrátt fyrir tap sinna manna í dag gegn Eyjamönnum. Framarar spiluðu fyrri hálfleikinn ágætlega en Ríkharður hafði þetta að segja um síðari hálfleikinn: „Ég er ekki eins ánægður með seinni hálfleikinn, við spiluðum boltanum ekki nægilega vel á grasinu.“ Bjarni Hólm Aðalsteinsson meiddist í upphafi leiksins og þurfti að fara útaf vegna meiðsla en Ríkharður sagði að þetta væri líklega bara „tognun í liðbandi“ og vonaðist til þess að það væru ekki meira en nokkrar vikur í hvíld. Gunnar Már Guðmundsson: Vorum betri aðilinn allan leikinn„Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum í dag, en þegar við vorum komnir upp á seinasta þriðjung þá vantaði gæði í sendingarnar og þar af leiðandi náðum við ekki að skapa okkur almennileg færi til þess að klára þetta, en svo kom ein frábær sókn og okkur tókst að klára þetta,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson leikmaður ÍBV en hann skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Fram í dag. „Þeir ná aldrei að opna okkur og fá ekkert færi, völlurinn í dag var stamur og erfitt að ná boltanum niður, þess vegna komu margar langar sendingar til þess að sleppa því að láta boltann rúlla á vellinum,“ sagði Gunnar einnig en hann var gríðarlega ánægður með stigin þrjú í dag. „Það er talað um að það sé styrkur liða að spila ekkert sérlega vel, en vinna samt leikina og við getum verið sáttir með það,“ sagði Gunnar að lokum en ÍBV nálgast toppinn og eru einungis fjórum stigum á eftir KR sem tróna á toppi deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
ÍBV og Fram áttust við í dag, en leikurinn var í 8. umferð Pepsi-deildar karla. ÍBV var fyrir leikinn einu stigi fyrir ofan Fram sem að var í 7. sætinu með 11 stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en Eyjamenn spiluðu með golu í bakið til að byrja með, það virtist ekki henta þeim vel því að flestar lokasendingar enduðu út fyrir endalínu. Eyjamenn tóku við sér í seinni hálfleiknum og fóru að halda boltanum betur sem skilaði sér loksins á 83. mínútu þegar glæsilegt spil Eyjamanna endaði á því að Ian Jeffs sendi boltann á Gunnar Má Guðmundsson sem var réttur maður á réttum stað og kom boltanum yfir línuna. Vörn hvítklæddra Eyjamanna var vægast sagt frábær og spiluðu Eiður Aron og Arnór Eyvar þar manna best en nánast ómögulegt var fyrir Steven Lennon og Hólmbert Aron að búa sér til eitthvað í framlínunni. Sigurinn þýðir það að Eyjamenn eru komnir upp fyrir Breiðablik í fimmta sæti deildarinnar og eru aðeins 4 stigum frá toppnum en þeir taka á móti Stjörnumönnum sem eru í öðru sæti deildarinnar í næsta leik. Framarar sitja sem fastast í sjöunda sætinu með 11 stig og fá Blika í heimsókn í næstu umferð. Hermann Hreiðarsson: Karakterinn í strákunum er frábær„Við vorum sterkari aðilinn og áttum dauðafæri eftir innan við mínútu en náðum ekki einu sinni skoti á markið. Það voru nokkur svoleiðis atriði sem við náðum ekki að nýta,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn Fram í dag. Eyjamenn náðu að innbyrða sigur undir lokin eftir frekar bragðdaufan leik. Eyjamenn náðu sínum öðrum 1-0 heimasigri á tímabilinu og hafði Hemmi þetta um leikinn að segja: „Við spiluðum virkilega agaðan varnarleik og lokuðum á stórhættulega sóknarmenn þeirra.“ „Það vantaði gæði í lokasendingar, en annars er margt sem að ég get tekið jákvætt úr þessum leik og þá aðallega karakterinn í strákunum sem er frábær,“ sagði Hemmi en eins og áður segir þá kláruðu Eyjamenn leikinn á lokasprettinum og innbyrðu 1-0 sigur. Ríkharður Daðason: Þetta var erfitt„Þetta var erfitt, það var mikið rok þegar leikurinn byrjaði á meðan að við vorum á móti vindinum, mér fannst við enda fyrri hálfleikinn ágætlega og gáfum ekki mörg færi á okkur og komust nokkrum sinnum í ágætar sóknir en þá vantaði herslumuninn til þess að fá betra færi,“ sagði Ríkharður Daðason nokkuð hress í leikslok þrátt fyrir tap sinna manna í dag gegn Eyjamönnum. Framarar spiluðu fyrri hálfleikinn ágætlega en Ríkharður hafði þetta að segja um síðari hálfleikinn: „Ég er ekki eins ánægður með seinni hálfleikinn, við spiluðum boltanum ekki nægilega vel á grasinu.“ Bjarni Hólm Aðalsteinsson meiddist í upphafi leiksins og þurfti að fara útaf vegna meiðsla en Ríkharður sagði að þetta væri líklega bara „tognun í liðbandi“ og vonaðist til þess að það væru ekki meira en nokkrar vikur í hvíld. Gunnar Már Guðmundsson: Vorum betri aðilinn allan leikinn„Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum í dag, en þegar við vorum komnir upp á seinasta þriðjung þá vantaði gæði í sendingarnar og þar af leiðandi náðum við ekki að skapa okkur almennileg færi til þess að klára þetta, en svo kom ein frábær sókn og okkur tókst að klára þetta,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson leikmaður ÍBV en hann skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Fram í dag. „Þeir ná aldrei að opna okkur og fá ekkert færi, völlurinn í dag var stamur og erfitt að ná boltanum niður, þess vegna komu margar langar sendingar til þess að sleppa því að láta boltann rúlla á vellinum,“ sagði Gunnar einnig en hann var gríðarlega ánægður með stigin þrjú í dag. „Það er talað um að það sé styrkur liða að spila ekkert sérlega vel, en vinna samt leikina og við getum verið sáttir með það,“ sagði Gunnar að lokum en ÍBV nálgast toppinn og eru einungis fjórum stigum á eftir KR sem tróna á toppi deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira