Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 | Bið Fylkis lengist enn Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 24. júní 2013 12:27 FH náði í þrjú mikilvæg stig á heimavelli þegar liðið lagði Fylki 2-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fylkir fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Andrés Már Jóhannesson skoraði strax á 5. mínútu úr sinni fyrstu sókn. Fylkir stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik og hélt hraðanum niðri. FH náði ekkert að skapa sér og var forystu Fylkis í hálfleik verðskulduð. FH jók hraðann strax í upphafi seinni hálfleiks og var mun meiri þungi í sóknum liðsins. Liðið fékk nokkur ágæt færi en mörkin tvö komu bæði eftir hornspyrnu. Fylkir náði ekkert að ógna marki FH í seinni hálfleik og náði lítið sem ekkert að halda boltanum innan liðsins. FH réð ferðinni algjörlega en varnarmenn Fylkis stóðu sig þó vel í því að hindra að FH fengi mörg opin færi. Atli Viðar Björnsson fékk þó eitt dauðafæri seint í leiknum en Bjarni Þórður bjargaði því að FH gerði út um leikinn. FH minnkaði forystu KR á toppi deildarinnar niður í þrjú stig á nýjan leik en Fylkir er sem fyrr í næst neðsta sæti með aðeins tvö stig og enn án sigurs. Björn Daníel: Værum vitlausir ef við myndum hætta að hlusta á Heimi„Mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik en komum ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og sýndum í hvað okkur býr,“ sagði Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH sem lék vel að vanda og skoraði sigurmark FH. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik og létum boltann ganga. Þegar við náum upp góðu spili þá fylgja því mörk. „Við spiluðum hægt í fyrri hálfleik og leyfðum þeim að hægja á okkur. Fyrir utan þetta mark hjá þeim var samt lítið að gerast. „Heimir talaði um það í hálfleik að við þyrftum að setja meira í þetta og vinna návígi. Mér fannst við gera það frá byrjun seinni hálfleik og ég er virkilega sáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik,“ sagði Björn Daníel sem gerði lítið úr ummælum Heimis Guðjónssonar þjálfara eftir tapið gegn Stjörnunni í bikarnum fyrir helgi þar sem Heimir efaðist um að hann næði til hópsins. „Hann náði til okkar og hann nær alltaf til okkar. Við höfum ekkert rætt þessi ummæli hans innan hópsins. Við værum mjög vitlausir ef við myndum hætta að hlusta á hann núna eftir að hann hefur skilað Íslandsmeistaratitlum og bikarmeistaratitli til félagsins,“ sagði Björn sem skoraði glæsilegt skallamark í leiknum en hann hefur verið mjög drjúgur með enninu að undanförnu. „Ég veit ekki hvað er í gangi. Ég hef ekki verið neitt sterkur í hornspyrnum en það er gaman að skora sigurmark. „Ég ætlaði að koma á nær en breytti og ákvað að koma á fjær og svo lenti boltinn þar. Ég var búinn að eiga einn skalla þar sem var bjargað á marklínu. Ég var bara ánægður að þessi fór inn,“ sagði Björn Daníel að lokum. Ásmundur: Geri það sem ég tel sterkast fyrir liðið„Menn lögðu allt í sölurnar. Það var flott barátta í liðinu og skipulagið hélt vel. Við gáfum fá færi á okkur og heilt yfir get ég hrósað strákunum en ég er svekktur að tapa leiknum á tveimur mörkum eftir hornspyrnur,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. „Seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri og það dró aðeins af mönnum. Það munar um að missa mann eins og Andrés (Má Jóhannesson) af velli sem er að koma til baka eftir sín meiðsli. Það dregur aðeins úr okkur og menn verða full stressaðir í þessari stöðu sem við erum. Það gekk líka erfiðlega að halda boltanum fram á við. „Það breytir því ekki að við gáfum fá færi á okkur og það voru þessar tvær hornspyrnur sem skildu á milli,“ sagði Ásmundur. Það vakti athygli að Tryggvi Guðmundsson sat á varamannabekknum allan leikinn, fyrir utan þann tíma sem hann hittaði upp. Ásmundur gaf lítið fyrir þær sögusagnir að þátttaka Tryggva sé takmörkuð vegna agaleysis utan vallar. „Mér datt ýmislegt í hug og var með nokkra varamenn sem möguleika og ég gerði það sem ég taldi vera sterkast fyrir okkar leik. „Ég get ekkert sagt nema ég geri það sem ég tel sterkast fyrir liðið og þá nálgun sem við höfum á leikinn. Hann eins og aðrir eru ekki þar eins og staðan er núna,“ sagði Ásmundur sem er ekki farinn að óttast stöðu sína þrátt fyrir aðeins tvö stig í átta fyrstu leikjunum. „Sú umræða er mest hjá ykkur í fjölmiðlunum. Staðan uppi í Árbæ er sú að við ræðum vel saman og spáum í spilin og reynum að snúa þessu við. Hjá mér er ekkert annað í spilunum en að halda áfram og reyna að finna leið til að kreista fram stig. „Það vantar lítið upp á til að hlutirnir falli með okkur. Við þurfum að kafa ofan í og finna hvar þetta litla er sem við þurfum til að klára leikina og tína inn stig. Það er auðvitað það sem þetta snýst um,“ sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
FH náði í þrjú mikilvæg stig á heimavelli þegar liðið lagði Fylki 2-1 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fylkir fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Andrés Már Jóhannesson skoraði strax á 5. mínútu úr sinni fyrstu sókn. Fylkir stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik og hélt hraðanum niðri. FH náði ekkert að skapa sér og var forystu Fylkis í hálfleik verðskulduð. FH jók hraðann strax í upphafi seinni hálfleiks og var mun meiri þungi í sóknum liðsins. Liðið fékk nokkur ágæt færi en mörkin tvö komu bæði eftir hornspyrnu. Fylkir náði ekkert að ógna marki FH í seinni hálfleik og náði lítið sem ekkert að halda boltanum innan liðsins. FH réð ferðinni algjörlega en varnarmenn Fylkis stóðu sig þó vel í því að hindra að FH fengi mörg opin færi. Atli Viðar Björnsson fékk þó eitt dauðafæri seint í leiknum en Bjarni Þórður bjargaði því að FH gerði út um leikinn. FH minnkaði forystu KR á toppi deildarinnar niður í þrjú stig á nýjan leik en Fylkir er sem fyrr í næst neðsta sæti með aðeins tvö stig og enn án sigurs. Björn Daníel: Værum vitlausir ef við myndum hætta að hlusta á Heimi„Mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik en komum ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og sýndum í hvað okkur býr,“ sagði Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH sem lék vel að vanda og skoraði sigurmark FH. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik og létum boltann ganga. Þegar við náum upp góðu spili þá fylgja því mörk. „Við spiluðum hægt í fyrri hálfleik og leyfðum þeim að hægja á okkur. Fyrir utan þetta mark hjá þeim var samt lítið að gerast. „Heimir talaði um það í hálfleik að við þyrftum að setja meira í þetta og vinna návígi. Mér fannst við gera það frá byrjun seinni hálfleik og ég er virkilega sáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik,“ sagði Björn Daníel sem gerði lítið úr ummælum Heimis Guðjónssonar þjálfara eftir tapið gegn Stjörnunni í bikarnum fyrir helgi þar sem Heimir efaðist um að hann næði til hópsins. „Hann náði til okkar og hann nær alltaf til okkar. Við höfum ekkert rætt þessi ummæli hans innan hópsins. Við værum mjög vitlausir ef við myndum hætta að hlusta á hann núna eftir að hann hefur skilað Íslandsmeistaratitlum og bikarmeistaratitli til félagsins,“ sagði Björn sem skoraði glæsilegt skallamark í leiknum en hann hefur verið mjög drjúgur með enninu að undanförnu. „Ég veit ekki hvað er í gangi. Ég hef ekki verið neitt sterkur í hornspyrnum en það er gaman að skora sigurmark. „Ég ætlaði að koma á nær en breytti og ákvað að koma á fjær og svo lenti boltinn þar. Ég var búinn að eiga einn skalla þar sem var bjargað á marklínu. Ég var bara ánægður að þessi fór inn,“ sagði Björn Daníel að lokum. Ásmundur: Geri það sem ég tel sterkast fyrir liðið„Menn lögðu allt í sölurnar. Það var flott barátta í liðinu og skipulagið hélt vel. Við gáfum fá færi á okkur og heilt yfir get ég hrósað strákunum en ég er svekktur að tapa leiknum á tveimur mörkum eftir hornspyrnur,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. „Seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri og það dró aðeins af mönnum. Það munar um að missa mann eins og Andrés (Má Jóhannesson) af velli sem er að koma til baka eftir sín meiðsli. Það dregur aðeins úr okkur og menn verða full stressaðir í þessari stöðu sem við erum. Það gekk líka erfiðlega að halda boltanum fram á við. „Það breytir því ekki að við gáfum fá færi á okkur og það voru þessar tvær hornspyrnur sem skildu á milli,“ sagði Ásmundur. Það vakti athygli að Tryggvi Guðmundsson sat á varamannabekknum allan leikinn, fyrir utan þann tíma sem hann hittaði upp. Ásmundur gaf lítið fyrir þær sögusagnir að þátttaka Tryggva sé takmörkuð vegna agaleysis utan vallar. „Mér datt ýmislegt í hug og var með nokkra varamenn sem möguleika og ég gerði það sem ég taldi vera sterkast fyrir okkar leik. „Ég get ekkert sagt nema ég geri það sem ég tel sterkast fyrir liðið og þá nálgun sem við höfum á leikinn. Hann eins og aðrir eru ekki þar eins og staðan er núna,“ sagði Ásmundur sem er ekki farinn að óttast stöðu sína þrátt fyrir aðeins tvö stig í átta fyrstu leikjunum. „Sú umræða er mest hjá ykkur í fjölmiðlunum. Staðan uppi í Árbæ er sú að við ræðum vel saman og spáum í spilin og reynum að snúa þessu við. Hjá mér er ekkert annað í spilunum en að halda áfram og reyna að finna leið til að kreista fram stig. „Það vantar lítið upp á til að hlutirnir falli með okkur. Við þurfum að kafa ofan í og finna hvar þetta litla er sem við þurfum til að klára leikina og tína inn stig. Það er auðvitað það sem þetta snýst um,“ sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti