Forsetinn margsaga um Evrópusambandið Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2013 13:07 Fræðimenn velta fyrir sér því hvernig bregðast megi við margsaga valdhöfum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagðist í gær, í viðtali við Ríkissjónvarpið, aldrei hafa sagt að Evrópusambandið vildi ekki taka við Íslandi. Það hafi hann aldrei sagt. Margir hafa hnotið um þessi ummæli forsetans og rifjað upp orð Ólafs Ragnars í síðustu þingsetningarræðu: "Þessi atburðarás og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur. [...] Því er í senn ábyrgt og nauðsynlegt að deila þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum."Spuni orðinn viðtekinn Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur einsýnt að þarna megi greina mótsögn í máli forsetans. "Jú, ég held að það sé alveg ljóst að forsetinn er að einhverju leyti að draga til baka, sennilega er hann að neita því að hafa sagt eitthvað sem mér sýnist augljóst að hann hafi sagt." Aðspurður hvort ekki sé erfitt fyrir fræðimenn, stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga, að vinna með það þegar stjórnmálamenn og valdhafar, eru svo augljóslega illa samkvæmir sjálfum sér, segir Gunnar Helgi: "Þetta er fyrirbæri sem hefur vaxandi útbreiðslu í stjórnmálum í okkar heimshluta, gjarnan kallað spuni; menn reyna að tala sig út úr einhverjum vandræðum sem þeir eru komnir í. Ég held, í stjórnmálum eru menn í vaxandi mæli að læra á hvernig bregðast skal við þessu, bæði fræðimenn og auðvitað fréttamenn. En, það er eins og margir stjórnmálamenn gleymi því að auðveldara er en áður að var að hafa uppá því sem menn sögðu. Til dæmis einfaldlega með nokkurra mínútna leit á netinu getur skilað tiltölulega skýrum niðurstöðum hvað þetta varðar."Endurritun sögunnar Þannig virðist sem fræðimenn séu farnir að líta á þessa ósamkvæmi sem sjálfstætt viðfangsefni. Guðni Th. Jóhannesson skrifaði grein sem birtist nýlega þar sem hann fjallar um þá viðleitni valdhafa að endurskrifa söguna. Jafnvel nútímasögu ef svo ber undir. Þar segir: "Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það." Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagðist í gær, í viðtali við Ríkissjónvarpið, aldrei hafa sagt að Evrópusambandið vildi ekki taka við Íslandi. Það hafi hann aldrei sagt. Margir hafa hnotið um þessi ummæli forsetans og rifjað upp orð Ólafs Ragnars í síðustu þingsetningarræðu: "Þessi atburðarás og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur. [...] Því er í senn ábyrgt og nauðsynlegt að deila þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum."Spuni orðinn viðtekinn Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur einsýnt að þarna megi greina mótsögn í máli forsetans. "Jú, ég held að það sé alveg ljóst að forsetinn er að einhverju leyti að draga til baka, sennilega er hann að neita því að hafa sagt eitthvað sem mér sýnist augljóst að hann hafi sagt." Aðspurður hvort ekki sé erfitt fyrir fræðimenn, stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga, að vinna með það þegar stjórnmálamenn og valdhafar, eru svo augljóslega illa samkvæmir sjálfum sér, segir Gunnar Helgi: "Þetta er fyrirbæri sem hefur vaxandi útbreiðslu í stjórnmálum í okkar heimshluta, gjarnan kallað spuni; menn reyna að tala sig út úr einhverjum vandræðum sem þeir eru komnir í. Ég held, í stjórnmálum eru menn í vaxandi mæli að læra á hvernig bregðast skal við þessu, bæði fræðimenn og auðvitað fréttamenn. En, það er eins og margir stjórnmálamenn gleymi því að auðveldara er en áður að var að hafa uppá því sem menn sögðu. Til dæmis einfaldlega með nokkurra mínútna leit á netinu getur skilað tiltölulega skýrum niðurstöðum hvað þetta varðar."Endurritun sögunnar Þannig virðist sem fræðimenn séu farnir að líta á þessa ósamkvæmi sem sjálfstætt viðfangsefni. Guðni Th. Jóhannesson skrifaði grein sem birtist nýlega þar sem hann fjallar um þá viðleitni valdhafa að endurskrifa söguna. Jafnvel nútímasögu ef svo ber undir. Þar segir: "Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það."
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira