"Hagsmunir neytenda eru að engu hafðir" Jóhannes Stefánsson skrifar 28. júní 2013 13:36 Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá SAF segir aðgerðina ólögmæta og að sérhagsmunir séu látnir ganga framar hagsmunum neytenda. Mynd/ Samtök Ferðaþjónustunnar og Samkeppniseftirlitið hafa þungar áhyggjur af stöðu sem er komin upp vegna einokunarstöðu á farþegaflutningum frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Samkeppniseftirlitið segir hagsmunum þeirra sem nýta rútuna „í engu sinnt," og undir þetta taka SAF. Lögum um fólks- og farmflutninga var breytt árið 2011 í því skyni að veita sveitarfélögum heimildir til að skipuleggja almenningssamgöngur á svæðinu. Í skjóli laganna hefur Vegagerðin brugðið á það ráð að veita Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum einokunarleyfi á rútunni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá SAF, segir að um ólögmæta einokun sé að ræða. „Við leggjumst gegn þeim [áformunum innsk blm.] vegna þess að þetta er að okkar mati hreinlega ólöglegt eins og kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins." Í ítarlegu áliti Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars: „Einnig sé einkaleyfið ólögmætt þar sem rekstur á leiðinni standi fyllilega undir sér og því fái styrkveiting ekki staðist skv. EES samningnum og fyrrgreindri reglugerð EB"Engin samkeppni og neytendur hafðir úti í kuldanum Gunnar segir áformin munu gera út um samkeppni. „Aðalatriðið er að það er samkeppni á þessari leið og sú samkeppni er búin að virka nú í tvö ár." Aðspurður hvaða þýðingu það hefur fyrir neytendur að hafa þennan háttinn á segir hann: „ Það mun þýða það til lengdar að verð á leiðinni mun hækka." Þannig eru hagsmunir neytenda hafðir að engu, enda býst Gunnar ekki við því að þjónustan muni batna í skjóli einokunar. Aðspurður hagsmunir hvers hafi þá verið hafðir að leiðarljósi segir Gunnar: „Þeir eru að gera þetta fyrir Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum sem eru að fá heilmikið af tekjum fyrir þessa leið." Í áliti sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér vegna málsins segir að rök fyrir mikilvægi einokunar á svæðinu standist ekki skoðun. Þá segir í álitinu að hvatar SSS með útboðinu séu fólgnir í að afla SSS hámarkstekna, en hagsmunum þeirra sem nýta þurfa þjónustuna er í engu sinnt. Verð muni því hækka, enda hefur einokunaraðilinn beina hagsmuni af því. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Samtök Ferðaþjónustunnar og Samkeppniseftirlitið hafa þungar áhyggjur af stöðu sem er komin upp vegna einokunarstöðu á farþegaflutningum frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Samkeppniseftirlitið segir hagsmunum þeirra sem nýta rútuna „í engu sinnt," og undir þetta taka SAF. Lögum um fólks- og farmflutninga var breytt árið 2011 í því skyni að veita sveitarfélögum heimildir til að skipuleggja almenningssamgöngur á svæðinu. Í skjóli laganna hefur Vegagerðin brugðið á það ráð að veita Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum einokunarleyfi á rútunni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá SAF, segir að um ólögmæta einokun sé að ræða. „Við leggjumst gegn þeim [áformunum innsk blm.] vegna þess að þetta er að okkar mati hreinlega ólöglegt eins og kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins." Í ítarlegu áliti Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars: „Einnig sé einkaleyfið ólögmætt þar sem rekstur á leiðinni standi fyllilega undir sér og því fái styrkveiting ekki staðist skv. EES samningnum og fyrrgreindri reglugerð EB"Engin samkeppni og neytendur hafðir úti í kuldanum Gunnar segir áformin munu gera út um samkeppni. „Aðalatriðið er að það er samkeppni á þessari leið og sú samkeppni er búin að virka nú í tvö ár." Aðspurður hvaða þýðingu það hefur fyrir neytendur að hafa þennan háttinn á segir hann: „ Það mun þýða það til lengdar að verð á leiðinni mun hækka." Þannig eru hagsmunir neytenda hafðir að engu, enda býst Gunnar ekki við því að þjónustan muni batna í skjóli einokunar. Aðspurður hagsmunir hvers hafi þá verið hafðir að leiðarljósi segir Gunnar: „Þeir eru að gera þetta fyrir Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum sem eru að fá heilmikið af tekjum fyrir þessa leið." Í áliti sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér vegna málsins segir að rök fyrir mikilvægi einokunar á svæðinu standist ekki skoðun. Þá segir í álitinu að hvatar SSS með útboðinu séu fólgnir í að afla SSS hámarkstekna, en hagsmunum þeirra sem nýta þurfa þjónustuna er í engu sinnt. Verð muni því hækka, enda hefur einokunaraðilinn beina hagsmuni af því.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira