Hálendisvakt Landsbjargar hafin - 2.000 beiðnir bárust í fyrra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2013 13:45 Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. MYND/LANDSBJÖRG Fyrsta hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær. Hátt í tvö þúsund hjálparbeiðnir bárust frá ferðamönnum í kröggum síðasta sumar og líkur eru á að þeim muni fjölga í ár. Formaður Landsbjargar kallar eftir aukinni fræðslu fyrir ferðamenn um þær hættur sem leynast á hálendinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg undirbýr sig nú fyrir ferðamannastrauminn á hálendið. Hópar skipaðir sjálfboðaliðum munu standa vaktina á fjórum stöðum á hálendinu yfir sumartímann en fyrstu teymin lögðu af stað í gær. Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. „Meirihlutinn af þessum beiðnum tekur til ferðafólks sem lendir í erfiðum aðstæðum,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Ýmist þurfa þau leiðbeiningar eða leiðsögn við að fara yfir á.“ „Þó eru þarna tugir — ef ekki hundruðir — tilfella þar sem að skiptir verulega máli að við séum til staðar. Í raun eru þarna nokkur tilfelli þar sem að lífum var bjargað.“Ferðamenn á puttanum.MYND/ERNIRSvo gæti farið að þessum atvikum fjölgi nokkuð í ár, enda er líklegt að ferðamönnum fjölgi í sumar í takt við þróun síðustu ára. Hörður Már bendir á að með auknum fjölda ferðamanna sé nauðsynlegt að efla þau úrræði sem standa til boða. Ótækt sé að það séu fyrst og fremst hópar skipaðir sjálfboðaliðum sem þjónusti ferðamenn í kröggum. Þá ítrekar hann að nauðsynlegt sé að fræða ferðamenn um þær fjölmörgu hættur sem leynast á hálendinu. „Við höfum, ásamt fleirum, haft áhyggjur, af þessu og rekum í samstarfi við helstu ferðaþjónustuaðila vefinn SafeTravel.is. Þar hefur meginmarkmiðið verið að fræða ferðamenn og upplýsa um þær hættur sem á Íslandi eru,“ segir Hörður Már og bætir við: „Ég er sannfærður um að það megi gera betur í þessum efnum. Eins og með aðrar forvarnir, þá er fræðslan lykillinn.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Fyrsta hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær. Hátt í tvö þúsund hjálparbeiðnir bárust frá ferðamönnum í kröggum síðasta sumar og líkur eru á að þeim muni fjölga í ár. Formaður Landsbjargar kallar eftir aukinni fræðslu fyrir ferðamenn um þær hættur sem leynast á hálendinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg undirbýr sig nú fyrir ferðamannastrauminn á hálendið. Hópar skipaðir sjálfboðaliðum munu standa vaktina á fjórum stöðum á hálendinu yfir sumartímann en fyrstu teymin lögðu af stað í gær. Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. „Meirihlutinn af þessum beiðnum tekur til ferðafólks sem lendir í erfiðum aðstæðum,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Ýmist þurfa þau leiðbeiningar eða leiðsögn við að fara yfir á.“ „Þó eru þarna tugir — ef ekki hundruðir — tilfella þar sem að skiptir verulega máli að við séum til staðar. Í raun eru þarna nokkur tilfelli þar sem að lífum var bjargað.“Ferðamenn á puttanum.MYND/ERNIRSvo gæti farið að þessum atvikum fjölgi nokkuð í ár, enda er líklegt að ferðamönnum fjölgi í sumar í takt við þróun síðustu ára. Hörður Már bendir á að með auknum fjölda ferðamanna sé nauðsynlegt að efla þau úrræði sem standa til boða. Ótækt sé að það séu fyrst og fremst hópar skipaðir sjálfboðaliðum sem þjónusti ferðamenn í kröggum. Þá ítrekar hann að nauðsynlegt sé að fræða ferðamenn um þær fjölmörgu hættur sem leynast á hálendinu. „Við höfum, ásamt fleirum, haft áhyggjur, af þessu og rekum í samstarfi við helstu ferðaþjónustuaðila vefinn SafeTravel.is. Þar hefur meginmarkmiðið verið að fræða ferðamenn og upplýsa um þær hættur sem á Íslandi eru,“ segir Hörður Már og bætir við: „Ég er sannfærður um að það megi gera betur í þessum efnum. Eins og með aðrar forvarnir, þá er fræðslan lykillinn.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira