Hálendisvakt Landsbjargar hafin - 2.000 beiðnir bárust í fyrra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2013 13:45 Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. MYND/LANDSBJÖRG Fyrsta hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær. Hátt í tvö þúsund hjálparbeiðnir bárust frá ferðamönnum í kröggum síðasta sumar og líkur eru á að þeim muni fjölga í ár. Formaður Landsbjargar kallar eftir aukinni fræðslu fyrir ferðamenn um þær hættur sem leynast á hálendinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg undirbýr sig nú fyrir ferðamannastrauminn á hálendið. Hópar skipaðir sjálfboðaliðum munu standa vaktina á fjórum stöðum á hálendinu yfir sumartímann en fyrstu teymin lögðu af stað í gær. Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. „Meirihlutinn af þessum beiðnum tekur til ferðafólks sem lendir í erfiðum aðstæðum,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Ýmist þurfa þau leiðbeiningar eða leiðsögn við að fara yfir á.“ „Þó eru þarna tugir — ef ekki hundruðir — tilfella þar sem að skiptir verulega máli að við séum til staðar. Í raun eru þarna nokkur tilfelli þar sem að lífum var bjargað.“Ferðamenn á puttanum.MYND/ERNIRSvo gæti farið að þessum atvikum fjölgi nokkuð í ár, enda er líklegt að ferðamönnum fjölgi í sumar í takt við þróun síðustu ára. Hörður Már bendir á að með auknum fjölda ferðamanna sé nauðsynlegt að efla þau úrræði sem standa til boða. Ótækt sé að það séu fyrst og fremst hópar skipaðir sjálfboðaliðum sem þjónusti ferðamenn í kröggum. Þá ítrekar hann að nauðsynlegt sé að fræða ferðamenn um þær fjölmörgu hættur sem leynast á hálendinu. „Við höfum, ásamt fleirum, haft áhyggjur, af þessu og rekum í samstarfi við helstu ferðaþjónustuaðila vefinn SafeTravel.is. Þar hefur meginmarkmiðið verið að fræða ferðamenn og upplýsa um þær hættur sem á Íslandi eru,“ segir Hörður Már og bætir við: „Ég er sannfærður um að það megi gera betur í þessum efnum. Eins og með aðrar forvarnir, þá er fræðslan lykillinn.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Fyrsta hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær. Hátt í tvö þúsund hjálparbeiðnir bárust frá ferðamönnum í kröggum síðasta sumar og líkur eru á að þeim muni fjölga í ár. Formaður Landsbjargar kallar eftir aukinni fræðslu fyrir ferðamenn um þær hættur sem leynast á hálendinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg undirbýr sig nú fyrir ferðamannastrauminn á hálendið. Hópar skipaðir sjálfboðaliðum munu standa vaktina á fjórum stöðum á hálendinu yfir sumartímann en fyrstu teymin lögðu af stað í gær. Verkefnið stendur í átta vikur en síðasta sumar bárust tæplega tvö þúsund tilkynningar og hjálparbeiðnir inn á borð björgunarsveita á hálendinu. „Meirihlutinn af þessum beiðnum tekur til ferðafólks sem lendir í erfiðum aðstæðum,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Ýmist þurfa þau leiðbeiningar eða leiðsögn við að fara yfir á.“ „Þó eru þarna tugir — ef ekki hundruðir — tilfella þar sem að skiptir verulega máli að við séum til staðar. Í raun eru þarna nokkur tilfelli þar sem að lífum var bjargað.“Ferðamenn á puttanum.MYND/ERNIRSvo gæti farið að þessum atvikum fjölgi nokkuð í ár, enda er líklegt að ferðamönnum fjölgi í sumar í takt við þróun síðustu ára. Hörður Már bendir á að með auknum fjölda ferðamanna sé nauðsynlegt að efla þau úrræði sem standa til boða. Ótækt sé að það séu fyrst og fremst hópar skipaðir sjálfboðaliðum sem þjónusti ferðamenn í kröggum. Þá ítrekar hann að nauðsynlegt sé að fræða ferðamenn um þær fjölmörgu hættur sem leynast á hálendinu. „Við höfum, ásamt fleirum, haft áhyggjur, af þessu og rekum í samstarfi við helstu ferðaþjónustuaðila vefinn SafeTravel.is. Þar hefur meginmarkmiðið verið að fræða ferðamenn og upplýsa um þær hættur sem á Íslandi eru,“ segir Hörður Már og bætir við: „Ég er sannfærður um að það megi gera betur í þessum efnum. Eins og með aðrar forvarnir, þá er fræðslan lykillinn.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira