Fótbolti

West Brom hefur augastað á Benayoun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benayoun fagnar sigrinum í Evrópudeildinni með Fernando Torres.
Benayoun fagnar sigrinum í Evrópudeildinni með Fernando Torres. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Ísraelans Yossi Benayoun segir að nokkur félög hafi áhuga á að fá kappann í sínar raðir en leikmaðurinn er nú án félags.

Benayoun var á mála hjá Chelsea en varð samningslaus nú í sumar. Hann var áður á mála hjá West Ham, Liverpool og Arsenal og þekkir því vel til í ensku úrvalsdeildinni.

„West Brom hefur sýnt áhuga en við erum enn að skoða okkar möguleika,“ sagði umboðsmaðurinn.

„Við höfum átt í viðræðum við annað félag í ensku úrvalsdeildinni en það eru líka lið í Þýskalandi og Spáni sem eru áhugasöm. Yossi mun taka ákvörðun mjög fljótlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×