500 milljóna króna samningur Data Market við ProQuest Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2013 17:53 Fyrirtækið Data Market hefur gert fimm hundruð milljón króna samning við alþjóðlegu gagnamiðlunina ProQuest um sölu á gagnasafni og hugbúnaði fyrirtækisins. Samningurinn opnar margar dyr á Bandaríkjamarkaði, segir rekstrarstjóri Data Market. Samningurinn er til sjö ára og er verðmæti hans minnst 4,2 milljónir dollara, rétt um 520 milljónir íslenskra króna. Ef ProQuest gengur vel að selja afurðina frá Data Market má reikna með að sú tala hækki umtalsvert. "ProQuest er fyrirtæki sem hefur undanfarin 75 ár verið að vinna að því að safna saman ýmiskonar, bæði tölfræðigögnum og líka ritrýndum vísindagreinum og í raun fréttagreinum og fleiru slíku. Þeir eru síðan að dreifa þessum gögnum fyrst og fremst inn á háskólamarkaðinn og svo inn á bókasöfn líka", segir Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, rekstrarstjóri Data Market. Þorsteinn segir að sú vara sem Data Market er að selja ProQuest sé tvíþætt.Þorsteinn Yngvi Guðmundsson "Annarsvegar er það gagnasafn sem inniheldur töluvert mikið af svona alþjóðlegum gögnum, þjóðhagsstærðum, lýðupplýsingum og þessháttar. Og hinsvegar er það síðan hugbúnaður frá okkur sem er notaður til að halda utan um gögnin, myndbirta þau og gera fólki í raun kleift að skilja og öðlast eitthvert innsæi í hvað gögnin eru að segja." DataMarket er íslenskt einkahlutafélag, stofnað fyrir að verða fimm árum. Það þjónustar nokkur íslensk fyrirtæki, þar á meðal Capacent og Seðlabankann. Þorsteinn segir að samningurinn við ProQuest gefi fyrirtækinu mikla möguleika á að stækka og dafna. "Þetta mun auðvitað líka hjálpa okkur gríðarlega mikið þegar að við höldum áfram að byggja upp sölustarfsemina í Bandaríkjunum þar sem að við erum að leggja okkar áherslur á dreifingu núna. Og ég geri ráð fyrir að þetta muni líka hafa jákvæð áhrif á hugfjárfesta til að taka áframhaldandi þátt í að byggja upp fyrirtækið", segir Þorsteinn. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Fyrirtækið Data Market hefur gert fimm hundruð milljón króna samning við alþjóðlegu gagnamiðlunina ProQuest um sölu á gagnasafni og hugbúnaði fyrirtækisins. Samningurinn opnar margar dyr á Bandaríkjamarkaði, segir rekstrarstjóri Data Market. Samningurinn er til sjö ára og er verðmæti hans minnst 4,2 milljónir dollara, rétt um 520 milljónir íslenskra króna. Ef ProQuest gengur vel að selja afurðina frá Data Market má reikna með að sú tala hækki umtalsvert. "ProQuest er fyrirtæki sem hefur undanfarin 75 ár verið að vinna að því að safna saman ýmiskonar, bæði tölfræðigögnum og líka ritrýndum vísindagreinum og í raun fréttagreinum og fleiru slíku. Þeir eru síðan að dreifa þessum gögnum fyrst og fremst inn á háskólamarkaðinn og svo inn á bókasöfn líka", segir Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, rekstrarstjóri Data Market. Þorsteinn segir að sú vara sem Data Market er að selja ProQuest sé tvíþætt.Þorsteinn Yngvi Guðmundsson "Annarsvegar er það gagnasafn sem inniheldur töluvert mikið af svona alþjóðlegum gögnum, þjóðhagsstærðum, lýðupplýsingum og þessháttar. Og hinsvegar er það síðan hugbúnaður frá okkur sem er notaður til að halda utan um gögnin, myndbirta þau og gera fólki í raun kleift að skilja og öðlast eitthvert innsæi í hvað gögnin eru að segja." DataMarket er íslenskt einkahlutafélag, stofnað fyrir að verða fimm árum. Það þjónustar nokkur íslensk fyrirtæki, þar á meðal Capacent og Seðlabankann. Þorsteinn segir að samningurinn við ProQuest gefi fyrirtækinu mikla möguleika á að stækka og dafna. "Þetta mun auðvitað líka hjálpa okkur gríðarlega mikið þegar að við höldum áfram að byggja upp sölustarfsemina í Bandaríkjunum þar sem að við erum að leggja okkar áherslur á dreifingu núna. Og ég geri ráð fyrir að þetta muni líka hafa jákvæð áhrif á hugfjárfesta til að taka áframhaldandi þátt í að byggja upp fyrirtækið", segir Þorsteinn.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira